Faxi - 2022, Page 36
36 FAXI
Ingvar Eyfjörð framkvæmdastjóri Aðal-
torgs og Rósa Ingvarsdóttir fjármála-
stjóri eru ekki bara stórhuga frændsystkini
heldur fólk með öfluga framtíðarsýn. Það
var ævintýralegt að sjá hótelið Courty-
ard by Marriott, rísa á mótum Aðalgötu
og Reykjanesbrautar. Það var flutt til
landsins í einingum og reist á mettíma
við undrun þeirra sem á horfðu. Hótelið
var hluti af öðrum fasa í miklum upp-
byggingaáformum Aðaðtorgs en samtals
eru fasarnir fimm. Svanhildur Eiríksdótt-
ir settist niður með þeim til þess að skoða
sérstaklega í hvaða fasa þau eru stödd nú
og hvernig framtíðarsýn þeirra lítur út.
„Hér var bara mói, en nú er hér mikil
uppbygging“
Uppbygging Aðaltorgs ehf. hófst árið 2016
með kaupum á gistiheimilinu Alex. Rekstur
hafði verið í húsinu frá árinu 2000, fyrst
bílahús en síðan gistiheimili. Í húsinu er
nú skrifstofu- og starfsmannaaðstaða en
áformað er að heilsugæsla verði rekin í
húsinu þar til henni verður fundin fram-
tíðarstaður á öðru svæði Aðaltorgs, nær
Reykjanesbraut. Ingvar lætur hugann reika
nokkur ár aftur í tímann og rifjar upp
hvernig umhorfs var á svæðinu þegar hann
og Rósa hófu innreið Aðaltorgs þar. „Lengst
af var þetta eina húsið hér, hafði risið vegna
framsýni Ellerts Eiríkssonar þáverandi bæj-
arstjóra sem vildi byggja upp þetta svæði og
lét leggja skolplagnir hingað uppeftir. Flug-
vellir voru ekki hér, bara mengaður mói.“
Í samstarfi við Reykjanesbæ og hugmynda-
vinnu vegna deiliskipulags við Aðaltorg
útvíkkaði Reykjanesbær þróunarsvæðið
þar sem nú eru Flugvellir. „Núna erum
við að horfa á þvílíkar byggingar, þvílíka
starfsemi og störf að verða til. Masterplan
Kadeco sem kynnt var nýverið ríma vel við
Aðaltorg ehf.
Fasteignaþróunarfélag
í þjónustu samfélagsins
Þetta er framtíðarsýn Aðaltorgs.
Ljósm. Aðaltorg