Faxi

Volume

Faxi - 2022, Page 38

Faxi - 2022, Page 38
38 FAXI Keflavíkurflugvallar á nýju ári. Í þróun- aráætluninni er leitast við að samræma uppbygginguna þannig að hún nýtist vel fyrir heimafólk og starfsemi flugvallarins. Nú er þriðji fasi hafinn sem er bygging húsnæðis fyrir bílaapótek og frekari upp- bygging verslunar og þjónustu á torginu. Samningur var gerður við Lyfsalann í vor sem mun reka bílaapótek undir merkjum Lyfjavals sem jafnfram verður hefðbundið apótek sem hægt er að ganga inn í. „Apó- tekið smellpassar inn í alla uppbyggingu sem hér er, fyrst opnaði hér gleraugnaversl- un Reykjanes Optikk en á næstunni bætist við hárgreiðslustofan Draumhár og á nýju ári opnar Langbest nýjan veitingastað á Aðaltorgi. Þá mun nýr hraðhleðslugarður opna á vordögum en áætlanir gera ráð fyrir 16 hraðhleðslum á Aðaltorgi. Nýverið hófst undirbúningur fyrir opn- un heilsugæslustöðvar sem fyrst um sinn verður starfrækt í eldra húsnæði á Aðal- torgi. Það tekur um þrjú ár að reisa nýtt verslunar- og þjónustuhús sem við erum með á skipulagi vestan við hótelið og í millitíðinni breytum við þessu húsnæði að þörfum heilsugæslunnar. Þessi staðsetning er alveg frábær, með greiða leið fyrir íbúa sveitarfélagsins og nágrannasveitarfélaga um Reykjanesbraut,“ segir Ingvar. Það Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju Til merkis um ljóðaáhuga þeirra Ingvars og Rósu hangir þetta ljóð uppi í skrifstofurýminu: Aldamótin - Mottó „Sé ég í anda knør og vagna knúna krafti, sem vanst úr fossa þinna skrúða, stritandi vélar, starfsmenn glaða´ og prúða, stjórnfrjálsa þjóð með verzlun eigin búða.“ Hannes Hafstein (1900) Ingvar og Rósa í einum sófanna á skrifstofu Ingvars. Á milli þeirra er eintak af Skóla- ljóðunum góðu sem hvert mannsbarn um og yfir miðjan aldur kannast við. Þau segjast nota bókina eins og dagbók, opni hana á hverjum degi til að kanna út frá lendingar- síðu hvað dagurinn muni bera í skauti sér. Ljósm. Svanhildur Eiríks

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.