Faxi - 2022, Page 42
42 FAXI
Guðrún Eyjólfsdóttir formaður Félags
eldri borgara á Suðurnesjum kom
að máli við mig nýverið og spurði hvort
ég gæti rifjað upp aðdraganda að stofn-
un félagsins og sett á blað. Eftir nokkra
umhugsun ákvað ég að gera það og er
útkoman sú sem hér fer á eftir.
Ég held að það hafi verið í kringum1980,
þegar ég var starfsmaður hjá Olíufélaginu
Skeljungi í Keflavík að til mín kom á
skrifstofuna Guðrún Sigurbergsdóttir
eða Gunna skó eins og hún var kölluð.
Hún var aðal drifkrafturinn að stofnun
Styrktarfélags aldraðra á Suðurnesjum sem
stofnað var í febrúar 1974. Guðrún var
mikil kjarnakona og var sífellt að leita að
afþreyingu fyrir eldri borgara.
Þegar styrktarfélagið var stofnað var
nánast ekkert gert fyrir aldrað fólk á
Suðurnesjum. Ég held að það hafi verið
einn dansleikur á ári sem Kvenfélagið
stóð fyrir. Aldraður maður hafði arfleidd
Keflavíkurbæ að íbúðarhúsi sínu við Faxa-
braut og var það gert að elliheimili sem
nefnt var Hlévangur. Ég held að þar hafi
rúmast sjö eða átta manns. Þetta var allt
og sumt sem gert var fyrir eldri borgara í
Keflavík.
Þau sem tóku þátt í stofnun þessa félags
voru flest á miðjum aldri. Guðrún sagði
mér að Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri Dval-
ar og hjúkrunarheimilisins Grundar hafi
verið þeirra aðalleiðbeinandi við stofnun
félagsins.
Móðir mín vitjar Guðrúnar í draumi
Vík ég nú að erindi Guðrúnar. Hún segir
að sig hafi dreymt móður mína fyrir stuttu
og hafi hún sagt við sig að hún skyldi fá
Jón son sinn til að hjálpa sér við félagsmál
aldraðra en móðir mín dó 1973.
Þannig var mál með vexti að ég hafði
farið inn í Kópavog í þrjá vetur og lært að
binda bækur. Í framhald að því batt ég inn
talsvert af bókum og tímaritum fyrir Bóka-
safn Keflavíkur. Þetta hafði Guðrún frétt
og var nú komin til að fá mig til að kenna
öldruðum að binda bækur. Guðrún lét mig
vita af því að allt sem gert var fyrir félagið
væri sjálfboðavinna. Ég var tregur til en
sagðist skyldi athuga málið. Ég vonaði að
hún gleymdi þessu, en það var nú öðru
nær. Hún kom með reglulegu millibili og
ítrekaði sitt mál. Þetta endaði þannig að
ég féllst á þetta. Keypt voru tæki og tól
sem þurftu í þetta verkefni og kenndi ég
öldruðum bókband í þrjá vetur í bílskúr
sem var í litlu fjölbýlishúsi á horninu á
Hringbraut og Vesturgötu í Keflavík. Þetta
vakti mikla lukku og aðsókn var góð.
Eitt leiddi af öðru, ég gekk í Styrktarfé-
lagið og var fljótlega kominn í stjórn þess
og endaði sem formaður.
Formið ekki heppilegt til framtíðar
Fljótlega eftir að ég var formaður fannst
mér þetta form sem við vorum með ekki
heppilegt til framtíðar. Flestir í stjórn og
nefndum félagsins voru undir 60 ára aldri
og í fullri vinnu. Ég fór því að tala fyrir
því að stofnað yrði nýtt félag fyrir 60 ára
og eldri. Til að byrja með mætti þessi hug-
mynd svolítilli mótspyrnu en þegar frá leið
var öll stjórnin þessu sammála. Tilgangur-
inn með þessari breytingu var sá að virkja
betur fólk á eftirlaunaaldri til starfsseminn-
ar og sinna þannig eigin málum.
Kosinn var undirbúningsnefnd. Auk mín
í nefndinni voru Guðrún Sigurbergsdóttir,
Soffía Magnúsdóttir, Jónína Kristjánsdóttir
og var ég formaður nefndarinnar. Á haust-
mánuðum 1990 fórum við að undirbúa
stofnun hins nýja félags.
Jón Tómasson fyrrv. símstöðvarstjóri í
Félag eldri borgara 30 ára:
Aðdragandinn að stofnun félagsins
„Aðkoma mín að öldrunarmálum á Suðurnesjum er með nokkrum sérstökum hætti“
Guðrún Eyjólfsdóttir formaður Félags eldri borgara
Jón Sæmundsson