Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Page 13

Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Page 13
SIGURÐUR SAMÚELSSON prófessor: LAX- OG SILUNGSVEIÐi FORNMANNA. Flutt við vígslu nýja veiðimannahússins að Laxamýri 19. júni 1969. Fiskveiði og þar á meðal laxveiði mun jafngömul mannkyninu. Hvar sem menn áttu aðgang að veiði var hún notfærð sér til hins ýtrasta, sem vonlegt var, enda notadrjúg aðferð og gjöful til fæðuöflunar, sem var frumskilyrði til að fólk hjarði af óblíð náttúruskilyrði og allskonar erfiðar aðstæður þeirra tíma. Stiklað verður hér aðeins á stóru og þá helzt stuðzt við þær orðknöppu lýsingar um laxveiði, sem um getur í fornsögum okkar, þótt auðsætt sé að veiðiskapur alls- konar hafi borizt til forfeðra okkar í Evrópu frá vöggu mannkynsins eða löndunum við Miðjarðarhafið svo sem Grikkjum. „Veiði og veiðiaðferðir í fornöld“ heitir grein, sem birtist í Veiðimanninum 1957. Þar er getið um veiðimennsku á tímum Aztekanna í Mexico og gamallar veiði- menningar Kínverja. Eins er þar rætt um frásögn höfundar, Elian að nafni, um notk- un gerviflugu til veiða í á nokkurri í Make- doníu í Grikklandi. Maður þessi var uppi 170—230 e. k. I skemmtilegri og góðri grein Víglundar Möllers í Veiðimanninum árið 1954, sem heitir „Veiddu fornmenn á flugu?" ræðir hann þessi mál og tekur nokkur dæmi úr fornsögum okkar. Langar mig til að bæta svolitlu við þau. Vitað er að Bretar hafa löngum verið for- vígismenn í stangaveiðiíþróttinni, og þeir innleiddu hana hér á landi seinni hluta nítjándu aldarinnar eða nánar tiltekið 1862 í Borgarfirði syðra. Kunnugt er um bók sem gefin var út í annað sinn í lok fimmtándu aldar (1496), en ekki er vitað hvenær fyrsta útgáfa kom út og hét hún „Book of St. Albans" í henni er getið 12 tegunda gerviflugna, sem áttu að vera eftirlíkingar skordýra. Veiðistangir voru þá þungar og sverar úr viði, en efri eða þykkari endinn gjama holur að innan, og línan úr snúnu hrosshári. Ekki voru þá til neinskonar veiðihjól, en líklegt má telja að þau hafi komið fram á sjónarsviðið á fyrri hluta seytjándu aldarinnar og bambus- veiðistangir líklega síðast á sextándu öld- inni. Er því augljóst að Skotar, Englending- ar og írar hafa stundað stangaveiði á laxi og silungi frá 15. öldinni svo sem bækur greina, en líklega alveg frá því byggð þar hófst. íslendingar hafa og sannarlega orðið varir við áhuga Breta á laxveiði, ekki sízt áður en þeir sjálfir fóru að taka ástfóstri við þá íþrótt. Hafa menn því oft í gamni hent því á milli sín að laxinn væri eiginlega enskur fiskur af „lorda“ eða lávarðsætt. Dæmi um þetta er sagan af hinum látna laxveiðimanni VEIÐIMAÐURIKN 11

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.