Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Blaðsíða 26
um, vindur sér að manninum, sem situr í
stólnum og segir: „Heyrðu Valdi, þú ættir
nú annars að segja okkur eitthvað frá
gömlu dögunum, þú átt svo margt í poka-
hominu.“
Það snarkar í eldinum, lítill glóðarmoli
þeytist fram á gólfið og fellur rétt við fæt-
ur Valda. Hann beygir sig hægt niður, tek-
ur upp spýtukubb og stjakar glóðarmolan-
um aftur inn í eldinn, kiprar augun saman,
starir hugsi inn í glæðurnar og segir: „I
pokahorninu, jú, jú víst á maður svo sem
margt í pokahominu, það fer vart hjá því,
þegar maður hefur veitt í þrjátíu ár. Þegar
ég læt hugann reika aftur til gömlu áranna,
þá kemur mér til hugar að segja ykkur frá
atviki sem skeði hérna á ámnum eftir að
við Siggi Sveins fengum delluna. Það voru
ekki margir með veiðidellu þá, og það get
ég sagt ykkur, að það var almennt gert
stólpagrín að okkur fyrir það tiltæki okkar.
Það má nú segja, að það sé af sem áður var,
því nú er varla nokkurs staðar hægt að
renna færi án þess að eiga á hættu, að
flækja færi einhvers annars. Já, og varla
nokkurs staðar bein að hafa. Þá er það nú
eitt: Eg held því fram að setja beri lög um
það, að ekki megi drepa fisk, sem er undir
25 til 30 cm., nema með sérstökum undan-
þágum. Það er annars bezt að ég haldi mig
við efnið. Þetta var í þá gömlu góðu daga.
Siggi hafði eignazt bíl. Einn af þessum
með blæjunni, sem alltaf sauð á, þegar mað-
ur fór upp brekkur. Þvílíkur skrjóður! Siggi
var nú samt voðalega hreykinn af honum
og réði sér varla fyrir monti, enda svo sem
allt í lagi með hann. Það voru ekki aðrir
bílar betri í bænum í þá daga, því megið
þið trúa.
Töframáttur stangaveiðinnar hafði þá
þegar seitt okkur svo gjörsamlega til sín, að
ekki var til að tala um að sleppa einum
einasta frídegi. Hvernig veðrið var skipti
okkur litlu máli.
Við höfðum ákveðið að fara sunnudag
einn, ja, eins og reyndar alla aðra sunnu-
daga. Að þessu sinni átti að kanna nýjar
slóðir. Við ætluðum suður í vatn, en þangað
höfðum við aldrei áður farið. Ábvggilegar
fréttir þóttumst við þó hafa um það, að
þar væri mikið af bleikju í stórum torfum.
Nú var hugmvndin sú, að moka henni upp,
en helztu áhyggjurnar snerust um það,
hvernig við ættum að fara að því að koma
allri þessari veiði heim. En hvað við vorum
óþroskaðir í þá daga! Það vantaði ekki bjart-
sýnina, enda hlýtur sannur veiðimaður allt-
af að vera bjartsýnismaður. — Bjartsýnis-
maður, sem getur komið heim að kvöldi
dags, dapur í bragði vfir því að hafa ekkert
fengið, en vaknar svo aftur næsta dag
fullur lífsgleði og viss um það, að nú ein-
mitt í dag mundi hann fá hann. Og nú er
hann ekki í neinum vafa um orsakirnar fyrir
því, hvers vegna hann fékk ekkert í gær.
Það sem meira er, honum verður oft að ósk
sinni. Veiðivonir kallar maður þetta.
Jæja, þarna var Siggi mættur í bílnum
fyrir framan heima hjá mér, klukkan hálf
sex um morguninn. Berjandi bílflautuna,
sem rumdi í eins og hásri kú. Eg flýtti mér
að fleygja dótinu mínu inn í bílinn og skella
á eftir mér hurðinni. En sú rigning. Það var
einna líkast því, að allar flóðgáttir himins
hefðu opnast á einni og sömu stundu. Ég
skalf eins og hrísla í vindi. „Það er annars
skrýtið með þennan skjálfta, sem stundum
grípur mann í svona veðri,“ segi ég og sný
mér að Sigga. „Það er syndaflóðið maður,
syndaflóðið," segir Siggi, um leið tekur
24
VEIÐIMAÐURINN