Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Blaðsíða 24

Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Blaðsíða 24
að starfa í þeim anda, sem til var stofnað. Það leigir veiðivötn, bætir þau, reisir mynd- arlega en spartneska aðstöðu og selur þjón- ustu á kostnaðarverði þeim, sem leita að friði og frelsi. Þeim, sem vilja kaupa óhóf, vísar S.V.F.R. á keppinauta sína. Hver er sjálfum sér næstur. Enda er sam- keppni spegilmynd eiginhagsmuna. Það þarf enga framsýni til að sjá, hvað verður, ef því er hlýtt, sem hér er tæpt á. Fyrir- tæki, sem hafa arð að markmiði koma ekki til með að sprengja upp verð á laxveiðiám, ef vitað er fyrirfram að stærsti leigutakinn selur á kostnaðarverði. Ár munu losna úr leigu, en það verður aðeins einn aðili, sem býður í þær sannvirði: S.V.F.R. Efasemdamaðurinn segir nú sem svo: Ut- lendingarnir setja verðlag ekki fyrir sig. Þeir greiða hvað sem upp er sett, til að fá frið með félögum sínum. Þessu er því til að svara, að í fyrsta lagi er ætlunin alls ekki sú, að einoka framboðið og það er félaginu bara til góðs, ef það getur vísað á aðila, sem annast lúxusfyrirgreiðslu. í öðru lagi geta útlendingarnir fengið allar stangir einhvers veiðisvæðis, ef þeir eru all- ir félagsmenn, sem um sækja. í þriðja lagi má geta þess, sem mörgum dylst, að þeir sem mest féð eiga eru oft hagsýnastir. Efa- semdarmaðurinn segir einnig eitthvað á þessa leið: Erlenda eftirspurnin er svo mögnuð, að það sér ekki högg á vatni, þó nokkrir kaupi á kostnaðarverði. Næg eftir- spurn verður samt fyrir hendi til að ýta undir verðlag. Þessu er því til að svara, að þeim mun örari verður uppgangur S.V.F.R., ef það hlýðir þessari ábendingu, sem eftir- spurnin er ólmari, og þeim mun betur verða hagsmunir félagsmanna þess tryggðir. Veiðiréttareigendur geta alls ekki verið á móti þessari stefnu hagsmunafélags. í fyrsta lagi vegna þess að aðferðin er heiðarleg og í öðru lagi, að hún veitir þeim sann- virði fvrir hlunnindi jarðanna og tryggir Is- lendingum áfram not þessara landsgæða. Ég legg því til, að framtíðarstefna S.V.F.R. verði þessi: 1. Félagið verði öllum opið. Inntökugjald verði hátt. Árgjald verði hóflegt fyrir innlenda meðlimi, en hærra fyrir er- lenda, sem verði aukameðlimir án at- kvæðisréttar. 2. Að samið verði við ferðaskrifstofur um fyrirgreiðslu við erlenda veiðimenn, út- vegun aðstoðarmanna og aksturs, og að þessi störf verði utan verksviðs S.V.F.R. 3. Að verðskrá og umsóknargögn verði send út í byrjun janúar hvert ár. Ut- hlutun eigi sér stað fyrir lok febrúar og veiðiréttindi verði tryggð með geymslugjaldi fyrir lok marz. Þau rétt- indi, sem þá eru óseld, bjóðist á almenn- an markað með 10% álagi. 4. Að upprunalegur andi félagsins fái að ríkja svo lengi sem veiðivon er. VEIÐIMENN! Hér er átt við bæði karla og konur, sem iðka stangveiði og hafa gaman af að lesa Veiðimanninn. Fáið vini ykkar, sem hafa sama áhugamál, en kaupa ekki ritið, til að gerast áskrifendur. Allir sem á annað borð hafa gaman af stangveiði, þurfa að kaupa Veiðimanninn. Ritstj. 22 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.