Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Blaðsíða 5

Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Blaðsíða 5
segjast trúa öðru en því, sem þeir geti séð og þreifað á, og afneita allri hulinni heimsstjórn og forsjá, bera eigi að síður í brjósti óskir um betri heim. Trúin á tómar tilviljanir og tilgangsleysi lífsins er líka trú, þótt hún sé rislág og geti aldrei flutt fjöll. Þetta mun víst þykja orðinn æði langur útúrdúr frá hugleiðingum mínum í upphafi þessa máls um veðráttuna sl. sumar. En mér er gjarnt að leiða hugann að þessu efni, og svo er eflaust fjölmörg- um öðrum farið, þótt þeir gefi sér til þess misjafnlega mikinn tíma og hafi misjafna trú á því, hvaða árangur slíkar vangaveltur beri. Þessar lmgsanir leita t. d. oft á mig þegar ég er að veiða. Veð- ur og vindur ráða þar, svo sem allir veiði- menn vita, miklu um árangurinn af veiði- tilraununum. Enginn veiðimaður kemst hjá að leiða liugann að því efni. llann lítur til lofts, gáir að skýjafari, horfir í árstrauminn, athugar hvort áin er að vaxa eða minnka, spáir í áttina og veður nœsta dags. Og oft hef ég dáðst að því, livað fiskurinn virðist veiðimanninum miklu glöggskyggnari og vitrari í þessum efnum, hvað t. d. laxinn finnur betur á sér allar breytingar , sem í vændum eru. Það er víst kallað eðlisávísun, en ekki rökrœn ályktun þess hæfileika, sem við menn nefnum skynsemi og teljum okkur eina vera gædda af öllum lífverum jarðar. Það gildir einu, hvað menn kalla þetta, en staðreyndin er sú, að fiskur- inn snýr þarna þrásinnis á okkur og það svo rœkilega, að væri liann gæddur kímnigáfunni, sem við stærum okkur svo mjög af, að við getum engri annarri líf- veru unnt liennar heldur, mundi hann oft gera gys að fávizku okkar og hver veit reyndar nema hann sé að því, t. d. þegar liann stekkur og leikur sér allt í kringum fluguna hjá okkur, glefsar jafn- vel í hana eða slær sporðinum í línuna, svo að hjarta okkar tekur kipp, af því að við höldum að hann sé að taka! Við erum nú ekki enn, þrátt fyrir allt hugvit- ið og langa reynslu, fróðari en það um eðli hans og atferli, að við höfum ekki hugmynd um, hvers vegna hann er að þessu. Við höfum gert okkur um þetta ýmsar hugmyndir, en það er öldungis óvíst að noklcur þeirra fái staðist. Náttúran er dularfull og býr yfir ó- teljandi leyndardómum, sem við botnum ekkert í enn sem komið er. Umhverfið orkar á okkur, ekki eins á alla. Líklega er það rétt, að engir tveir sjái nokkum hlut með sómu augum eða finni ná- kvœmlega sömu áhrifin af því, sem þeir sjá. En öll verðum við fyrir áhrifum af umhverfi okkar. Fjöll og ásar, klettar og hólar og áin sjálf, ekki sízt, örva ímynd- unaraflið og vekja a. m. lc. marga til vit- undar um sameiningu okkar við þetta allt, að við séum hluti þessarar heildar, þótt okkur finnist að jafnaði að við stöndum þar utan við, já, séum meira að segja lierrar yfir því öllu. Maður sem þótti einkennilegur í hátt- erni og lífsskoðunum, á einhverntíma að liafa sagt, að mannlífið væri sjúkdóm- ur í skópuninni. Þeir sem á það hlýddu, tóku því sem hverju öðru sérvizkuhjali úr hans munni, en með hliðsjón af því hvernig maðurinn hefur misþyrmt nátt- úrunni og umhverfi sínu síðustu tvær aldirnar, útrýmt lífverum, eytt gróðri og unnið hvers konar spjöll á sköpunarverk- VEIÐIMASURINN 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.