Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Blaðsíða 38

Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Blaðsíða 38
JÓN KRISTJÁNSSON fiskifræðingur: íslenzkir vatnafiskar. Við erum lánsamir íslendingar, að hafa ekki nema 5 tegundir vatnafiska, og hafa þeir upprunalega allir komið úr sjó eftir síðustu ísöld. Til samanburðar, þá eru í Noregi um 30 tegundir í ósöltu vatni, og enn fleiri tegundir í öðrum löndum Evrópu. Þessar 5 tegundir okkar eru: hornsíli, áll, lax, bleikja og urriði. Sumum kann ef til vill að þykja það öf- ugmæli hjá mér að segja að við séum lán- samir að hafa fáar fisktegundir, en það hefur meðal annars þann kost í för með sér, að við erum lausir við ýmsa þá fiska, sem aðrar þjóðir berjast af alefli við að halda í skefjum, eins og til dæmis aborra og geddu svo eitthvað sé nefnt. Þessir fisk- ar keppa við aðra nytsamari, og eru því óæskilegir frá sjónarmiði mannsins. Hornsílið er minnst af vatnafiskunum og verður yfirleitt ekki stærra en 8 sentimetr- ar og þriggja ára gamalt. Þau eru mjög al- geng um allt land í ósöltu vatni og sjó, helzt lónum og fjörupollum. Hornsílið er eini vatnafiskurinn, sem hrygnir að vorinu og fer hrygningin fram í maí eða júní. Hrygningin er að því leyti sérstök, að hængurinn býr til kúlulaga hreiður úr slý- þráðum, sem hann límir saman með slími úr nýrunum og festir síðan við botninn með því að bera í það sand. Þegar hreiðrið er fullgert lokkar hængurinn hrygnuna inn í hreiðrið, þar sem hún gýtur hrognum sín- um. Að því loknu fer hængurinn inn í hreiðrið og frjóvgar eggin. Ein hrygna get- ur gotið í fleiri hreiður, og eins geta fleiri hrygnur hrygnt í sama hreiðrið. Að frjóvgun lokinni gætir hængurinn hreiðursins og ver það ásókn óvina, alveg þangað til seiðin synda út úr hreiðrinu um það bil vikugömul. Seiðin verða kynþroska strax næsta vor. Þótt hornsílið sé litill fisk- ur, þá er það mjög gráðugt, étur sín eigin að stangveiddur lax gefur meira í aðra hönd en netaveiðar. Á þetta vafalaust eftir að koma betur í ljós á næstu árum. Stangaveiðifélagið vill stuðla að þessari þróun, eins og það getur, en meginmarkið þess er, eins og fyrr hefur verið getið, að stuðla að því að veita félagsmönnum, sem nú eru nokkuð á þrettánda hundrað, svo og öðrum innlendum veiðimönnum, tækifæri til vaxandi og fjölbreýttari veiði, en til þess, að svo megi verða, verður stundum að taka nokkuð stór skref, að sumra dómi. Raun- verulega er hér þó aðeins um aðlögun að ríkjandi aðstæðum að ræða. Góðir rotarymenn. Hér að ofan hef ég reynt að gefa, í stuttu máli, nokkra mynd af einstökum þáttum í þróun og starfsemi Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Ég vona, að þið séuð nú nokkru fróðari um tilgang fé- lagsins. 36 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.