Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Blaðsíða 32

Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Blaðsíða 32
Þessi mynd er ekki af greinarhöfundi, en hún sýnir einn af þessum spretthörðu 18 p. hœngum í Laxá, eins og þeim, sem Þorvaldur veiddi. Ljósm. R. H. sá sami, algjör fyrirlitning lónbúans á mín- um tálbeitum og tilfæringum. Því næst bauð ég honum spón með sama árangri. Ég fór nú að verða vondaufur um að ég hefði ár- angur sem erfiði þennan eftirmiðdag og tók mér því hvíld, fékk mér kaffisopa og kveikti mér í vindli, lagðist svo niður í ilm- andi skógarkjarrið og hlustaði á kvak fugl- anna, sem voru á stjái víðsvegar um hólm- ann. Eftir þessa ágætu hvíld ákvað ég að reyna meira við laxinn með flugu. Laxinn, sem þarna var að stökkva af og til, var sem fyrr segir mest stórlax, og þar sem mikið slý var í ánni, var ekki álitlegt að nota mjög smáa flugu, en þar sem ár- angur hafði enginn orðið af öðru, batt ég nú á hjá mér Blue Charm nr. 10, tví- krækju. Eftir 3 eða 4 köst tók hann. Hann tók rólega og þegar ég hafði brugðið við honum synti hann hægt í átt til mín, og meðan ég vatt upp á hjólið hélt hann áfram upp að bakkanum án þess neitt verulegt átak væri á stönginni. Ég var í nokkrum vafa um í hvers kon- ar fisk ég hefði sett, taldi líkur á að hann væri ekki stór. Þegar hér var komið tók ég fastara á, til að sjá hver viðbrögðin yrðu, þá tók hann viðbragð. Strikaði út á að gizka 15 m og stökk. Sá ég þá að þetta var nokk- uð stór hængur. Mér var nú Ijóst að að- staða mín var veik í þessu tafli, flugan var svo lítil, að ekki var hyggilegt að beita neinum átökum, en aðalhættan voru slý- flyksurnar, sem sífellt rak með straumnum niður ána, svo að hætt var við að þær lentu á línunni. Ég reyndi nú að fara að öllu með lempni, og láta tímann vinna mér í hag. Guð og lukkan urðu að ráða með slýið. En laxinn hafði greinilega hugsað sér aðra bardagaaðferð. Nú hófst sú skemmti- legasta og tvísýnasta viðureign, sem ég hef átt við lax, hann varð sem sé alveg óður, tók hverja rokuna eftir aðra lengst út í á og endaði oftast með stökki. Þess á milli lagðist hann hvað eftir annað flatur í vatns- skorpuna og revndi að berja hnuna með sporðinum. Það var með ólíkindum hvað flugukrílið stóðst þessi læti. Seinna kom í ljós að báðir krókarnir voru vel fastir í hægra kjaftvik- inu. Þessu lauk svo, að ég landaði laxinum neðst í hólmanum eftir 30 mínútna viður- eign, og reyndist hann vera 18 pund. Það var í einni rokunni, sem hann tók 30 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.