Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Blaðsíða 20

Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Blaðsíða 20
Falleg og vel tekin myncL af hinni frœgu Skriðuflúð. — Ljósm. R. H. fiskanna. Lengi vel voru ýmsar flugur skoð- aðar í hverju kasti. Þessu fylgdu miklir boð- ar og stundum kom bakuggi upp úr. Þar kom þó, að lax tók Sweep nr. 6. Hann kom fyrst nokkra metra í átt að bátnum, en tók þá mikið viðbragð og strikaði eins og ör væri skotið. Þegar hann staðnæmdist voru u. þ. b. 70 m úti. Heimir dró upp stjór- ann og réri í áttina að þeim lendingarstað, sem hann hugði beztan. Fiskurinn stökk. Hann þurrkaði sig alveg og lyfti um leið a. m. k. jafnþyngd sinni af slýi upp á yfir- borðið. Þessi dræsa var á línunni u. þ. b. tvo metra frá fiskinum. í stökkinu lét lax- inn ekki hjá líða að rykkja sérstaklega í þennan stjóra. — Eg skalf frá hvirfli til ilja. — Stærsti fiskur, sem ég hef sett í. „Vel yfir 20 punda, en svona rykk þola engin veiðarfæri,“ er athugasemd Heimis um ástandið. 10 mínútur enn í ofvæni. Slýið og fiskur- inn liggja þungt í, en hann beitir engum stórátökum. Þetta gengur sæmilega. En svo er hann farinn, og flugan kemur með báða króka upprétta. Ekkert atvik frá þessum blíðviðrisdögum við Laxá — né heldur úr nokkrum öðrum veiðitúr er mér jafnminnisstætt. Nú er komið að leikslokum. Veiðitíman- um við Laxá er að ljúka. Klukkuna vantar nokkrar mínútur í eitt. Félagi minn og leiðsögumaður eru í Kirkjuhólmakvíslinni, en ég er að enda við að ná flugufiski úr hylnum fyrir ofan Skriðuflúðina. Enn reyni ég eins og fyrsta daginn að kasta flugu til Svarta Donalds. Mér hefur að vísu farið fram, en það dugir þó varla. — Hér er ekki nema eitt að gera: „Svo sem eins og í kveðjuskyni“ set ég svartröndóttan Toby á kaststöngina. Spæn- inum er auðvelt að kasta, og hann er varla kominn í vatnið áður en Svarti Donald er á. Ef það er vandi að egna fyrir laxinn í þessari á, þá er það bæði kúnst og svarti galdur að ná honum á land. Tvisvar sinnum hafði ég ekki önnur ráð en leggja stöngina á bakkann og vaða út í til að losa slý af línunni. Af einhverjum ó- skiljanlegum ástæðum lá laxinn kyrr á með- an — og þar kom að ég náði honum. Þegar Heimir sá Svarta Donald á þurru landi, varð honum eitt augnablik orðfall. E. t. v. var það eftirsjá eftir fiskinum, sem svo oft og lengi var búinn að vera honum augnayndi. Líka getur verið, að þetta orð- fall hafi verið eins konar viðurkenningar- vottur fyrir það, að mér skyldi heppnast 18 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.