Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Blaðsíða 22

Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Blaðsíða 22
JON HJARTARSON: Framtíð SVFR. Grein þessi var skrifuð áður en aðalfundur Stangaveiði- félags Reykjavíkur var haldinn, þar sem hætt var við að bera fram tillögu um að breyta því í hlutafélag. Eigi að síður er margt svo athyglisvert í greininni, að rétt þykir að birta hana hér, enda ekki loku fyrir það skotið, að fyrr- nefndri hugmynd kunni að skjóta upp aftur. Ritstj. Á forsíðu Vísis, þriðjudaginn 7. nóvem- ber, er sagt frá því, að lögð hafi verið fyrir stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur tillaga að frumvarpi að lögum um að breyta Stangaveiðifélaginu úr áhugamannafélagi í hlutafélag. í lögum S.V.F.R. segir svo um tilgang félagsins í fyrstu málsgrein 2. greinar: „Að gæta hagsmuna félagsmanna og bæta að- stöðu þeirra til stangaveiða, fyrst og fremst með því að taka á leigu veiðivötn til afnota fyrir félagsmenn, eða að taka að sér útleigu á veiði í umboði veiðieigenda.“ Orðalagið, „að gæta hagsmuna félagsmanna,“ hefur alla tíð verið túlkað á þann veg, að veiði- leyfi beri að selja á kostnaðarverði, og fjöl- breytni þeirra höfð svo rnikil, að allir fé- lagsmenn ráði við að kaupa sér dag eða tvo. Þetta hefur tekizt frá upphafi. Félagið hefur tekið á leigu dýr og ódýr veiðivötn, bætt þau, með ræktun og aðstöðu, og út- hlutað réttindum til félagsmanna og ann- arra, án þess að reikna sér umbun fyrir þjónustu sína. Nú er þetta að breytast, sem annað í heimi hér. Eftirspurn eftir veiðiréttindum hefur vaxið svo hin síðari ár, að það er orð- inn lúxus að renna fyrir lax. Umskiptin hafa verið svo skyndileg, að enginn virðist kunna að bregðast við þeim. Flestir líta á þróunina sem óumflýjanlega. Margir hafa þegar lagt árar í bát, snúið sér að annarri afþreyingaríþrótt. Nokkrir sætta sig við það lakasta frekar en ekkert. Og enn aðrir ham- ast við að hafa upp í kostnað. Við innlendri aukningu eftirspurnar er ekkert að segja. Henni ber að fagna. Stanga- veiðiíþróttin var á góðri leið með að verða almenningseign á íslandi. Vandamálið er eftirspurn útlendra stangaveiðimanna. Og við vitum hvers vegna þeir sækja hingað. Hér er enn það, sem lönd þeirra hafa glat- að. Frelsi, hreinleiki, víðátta og veiði. Framboðið hefur brugðizt eðlilega við. Það hefur hækkað verð sitt. Hlunnindi Islands hlýða lögmálum frjálsrar verðmynd- unar. Svo undarlega sem það hljómar, þá hefur mönnum skotizt yfir þessi sannindi. Viðbrögð hagsmunahópa hafa því yfirleitt verið á einn veg. Sumir vilja láta setja ný lög. Ranna útlendingum að taka ár á leigu, eða gera út leppa fyrir sig. Skattleggja þá sérstaklega. Setja upp veiðileyfaúthlutun, ríkisrekna, o. s. frv. Aðrir hafa rennt sér í kapphlaupið. Tekið ár á leigu, selt blóma þeirra úr landi, og íslendingum afganginn. S.V.F.R. fvllir síðari hópinn og ekki ber að sakast við stjórn þess, þótt hún grípi til sömu ráða og aðrir. Ekki er við öðru að bú- ast af henni, meðan menn almennt misskilja eðli málsins. Kaup á veiðiréttindum eru ekki lengur útvegun heldur atvinna, og starfssvið fé- laga sem S.V.F.R. hefur ósjálfrátt færzt inn á viðskiptalegar brautir. Það er orðið sam- 20 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.