Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Blaðsíða 48

Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Blaðsíða 48
HALLDDR ERLENDSSON: 'A Œ Œ LlI > I Með flugu — —. Ýmsir hafa sér til ánægju lesið bókina Með flugu í höfðinu, sem Stefán Jónsson fréttamaður skráði. En eins og höfundur tekur sjálfur fram í bók- inni, þá orka þar „mörg atriði tvímælis.“ Um það atriði er ég mjög sammála höfundi, og mér finnst mjög miður að þegar um fræðslu á að vera að ræða, þá sé „tvímæl- um“ gerð skil aðeins frá alveg einhliða sjónarmiði, þ. e. a. s. okkar eigin persónu- lega, og án þess að geta annarra útbreiddra skoðana eða óska, — en slíkt vill víst verða algeng fallgryfja okkar allra. Hér mun ég að sinni aðeins drepa á tvö atriði úr bók Stefáns.-------Hið fyrra tel ég byggja á algjörri rökleysu, en hið síðara vera mjög slæma „fræðslu“ vegna þröng-einhliða fram- setningar.-------Eg tel rétt að fram komi hér, að sennilega er ekki rétt að skrá firr- ur bókarinnar um tæknileg atriði eingöngu á reikning Stefáns. Hann mun hafa talið sig tryggja tæknihlið máls síns með því, að hann hafði trú á, að einn þeirra fjórmenn- inga, sem hann nefnir í bók sinni sem ráðu- nauta sína, hefði til að bera tæknilega þekkingu um þessi atriði. En svo fór um sjóferð þá. Stefán segir um hringlykkjur á flugu- stangir, að þær séu miklu endingabetri og haldi línunni betur frá stönginni en snák- lykkjur. Þetta tel ég vera tvímælalaust rétt og vera atriði til mikilla bóta. En þau um- mæli Stefáns, að hringlykkjur séu það þvngri en snáklykkjur að um muni sem 1—2 línunúmerum, tel ég vera hreina rök- leysu. Hringlvkkjusett á flugustöng vegur 1—2 g meira en sæmilegt snáklvkkjusett. En þar sem lvkkjurnar dreifast á alla stöng- ina og þær þyngstu eru neðstar, þá gefur auga leið að sú þyngdaraukning verkar ekkert svipað og álíka mikil þungaaukn- ing á línunni, sem orkar beint á blátopp stangarinnar. Að segja slíkt, tel ég allt að því viðlíka rökvillu og segja að 2ja g þyng- ing hólks á miðri stöng verki álíka á stöng- ina og 2ja g þynging flugulínunnar. Hitt er svo auðvitað annað mál, að óþarflega þung topplykkja hefur veruleg áhrif á burðarlitla flugustöng, en það er önnur saga, þótt skvld sé.---------í þessu sambandi telur Stefán að hringlykkjur beri ofurliði „léttar“ flugustangir. Eg held að síðan Stefán skráði þetta hafi hann skipt um skoðun á þessu atriði, t. d. hvað varðar 8V2 feta létta (svo sem 4 oz. = ca. 120 g) flugustöng, sem kastar gjarnan fyrirhafnar- lítið línum no. 6 til 8. Ef þetta „hald“ mitt reynist rangt, þá ætla ég að biðja Stefán að ræða um þetta, eða þá önnur atriði, í þessum þætti í næsta blaði, en eins og menn vita, þá hefur Stefán verið skemmtilega leitandi, rabbandi og ritandi um þessi mál undangengin ár, og eins og fvrr hefur kom- ið fram, þá tel ég að margir veiðimenn hafi áhuga á að ýmsu slíku og þvíumlíku sé komið á framfæri. Um flugulínur kemur í ljós í bók Stefáns, að hann kýs aðallega að nota framþunga, 46 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.