Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Síða 48

Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Síða 48
HALLDDR ERLENDSSON: 'A Œ Œ LlI > I Með flugu — —. Ýmsir hafa sér til ánægju lesið bókina Með flugu í höfðinu, sem Stefán Jónsson fréttamaður skráði. En eins og höfundur tekur sjálfur fram í bók- inni, þá orka þar „mörg atriði tvímælis.“ Um það atriði er ég mjög sammála höfundi, og mér finnst mjög miður að þegar um fræðslu á að vera að ræða, þá sé „tvímæl- um“ gerð skil aðeins frá alveg einhliða sjónarmiði, þ. e. a. s. okkar eigin persónu- lega, og án þess að geta annarra útbreiddra skoðana eða óska, — en slíkt vill víst verða algeng fallgryfja okkar allra. Hér mun ég að sinni aðeins drepa á tvö atriði úr bók Stefáns.-------Hið fyrra tel ég byggja á algjörri rökleysu, en hið síðara vera mjög slæma „fræðslu“ vegna þröng-einhliða fram- setningar.-------Eg tel rétt að fram komi hér, að sennilega er ekki rétt að skrá firr- ur bókarinnar um tæknileg atriði eingöngu á reikning Stefáns. Hann mun hafa talið sig tryggja tæknihlið máls síns með því, að hann hafði trú á, að einn þeirra fjórmenn- inga, sem hann nefnir í bók sinni sem ráðu- nauta sína, hefði til að bera tæknilega þekkingu um þessi atriði. En svo fór um sjóferð þá. Stefán segir um hringlykkjur á flugu- stangir, að þær séu miklu endingabetri og haldi línunni betur frá stönginni en snák- lykkjur. Þetta tel ég vera tvímælalaust rétt og vera atriði til mikilla bóta. En þau um- mæli Stefáns, að hringlykkjur séu það þvngri en snáklykkjur að um muni sem 1—2 línunúmerum, tel ég vera hreina rök- leysu. Hringlvkkjusett á flugustöng vegur 1—2 g meira en sæmilegt snáklvkkjusett. En þar sem lvkkjurnar dreifast á alla stöng- ina og þær þyngstu eru neðstar, þá gefur auga leið að sú þyngdaraukning verkar ekkert svipað og álíka mikil þungaaukn- ing á línunni, sem orkar beint á blátopp stangarinnar. Að segja slíkt, tel ég allt að því viðlíka rökvillu og segja að 2ja g þyng- ing hólks á miðri stöng verki álíka á stöng- ina og 2ja g þynging flugulínunnar. Hitt er svo auðvitað annað mál, að óþarflega þung topplykkja hefur veruleg áhrif á burðarlitla flugustöng, en það er önnur saga, þótt skvld sé.---------í þessu sambandi telur Stefán að hringlykkjur beri ofurliði „léttar“ flugustangir. Eg held að síðan Stefán skráði þetta hafi hann skipt um skoðun á þessu atriði, t. d. hvað varðar 8V2 feta létta (svo sem 4 oz. = ca. 120 g) flugustöng, sem kastar gjarnan fyrirhafnar- lítið línum no. 6 til 8. Ef þetta „hald“ mitt reynist rangt, þá ætla ég að biðja Stefán að ræða um þetta, eða þá önnur atriði, í þessum þætti í næsta blaði, en eins og menn vita, þá hefur Stefán verið skemmtilega leitandi, rabbandi og ritandi um þessi mál undangengin ár, og eins og fvrr hefur kom- ið fram, þá tel ég að margir veiðimenn hafi áhuga á að ýmsu slíku og þvíumlíku sé komið á framfæri. Um flugulínur kemur í ljós í bók Stefáns, að hann kýs aðallega að nota framþunga, 46 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.