Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Síða 4

Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Síða 4
ræður gangi himintungla, að hann myndi ráða skini sólar og dögg loftsins og ávexti jarðarinnar, er því fylgir, og slíkt sama vindinum loftsins og þar með stormi sævarins. Þá vissu þeir eigi, hvar ríki hans var, en því trúðu þeir, að hann réð öllum lilutum á jörðu og í lofti, himins og himintunglum, sævarins og veðranna.“ Við vitum ekki heldur enn í dag, hvar ríki hans er, en ef marka mætti orð og skilnings rússnesks geimfara, sem sagði við heimkomuna fyrir nokkrum árum, að liann liefði hvergi orðið hans var á ferð sinni, er það sennilega einhvers stað- ar lengra frá jörðu en sá rússneski komst, nema sá liinn sami hafi skilið hlutina jafnvel ennþá „jarðlegri skilningi“ en Snorri segir að hinir fornu liugsuðir hafi gert og honum því verið gefin þeim mun minni „andleg syektin.“ Annars er ekki með öllu Ijóst, hvort þessir fornu skýrendur sköpunarverksins hafa skilið hlutina nokkuð jarðlegri skilningi en við gerum enn í dag. Lýsing þeirra t. d. á Gimli er á þann veg, að hún getur varla talizt neitt efnis- eða jarð- legri en okkar á bústöðum himnanna. Snorri segir: „Á sunnanverðum himins- enda er sá salur, er allra er fegurstur og bjartari en sólin, er Gimli heitir; hann skal standa þá er bæði himinn og jörð hefur farizt, og byggja þann stað bæði góðir menn og réttlátir um allur aldir.“ Gefur þessi lýsing nokkuð eftir hugmynd- um kristinna manna eða annarra trúar- bragða um sæluríki himnanna, og er hún nokkuð „jarðlegri'“ en þœr? Einhverjir kunna að líta á þessi orð mín sem hálf- gert eða algert guðlast, en það verður þá að hafa það. Minna má líka á frá- sögn Snorra-Eddu um himnana þrjá. Við tölum jafnvel nú á dögum um sjö himna eða tilverusvið, en grundvallar liugmyndin er hin sama: þróunarleið mannsandans til hinna æðstu lífheima. Ekki er heldur ófróðlegt að bera saman þessar fornu frásagnir um Gimli, Asgarð og Iðavöll við 21. kapitula opinberun- arbókar Jóhannesar, þar sem lýst er hinni himnesku Jerúsalem. Er þar ekki sittlivað sameiginlegt að finna? Menn hafa löngum verið fastlieldnir á þá skoðun „að allir hlutir væru smíð- aðir af nokkru efni“ og því átt erfitt með að hugsa sér það ríki, sem ekki væri skapað úr efni svo líku þessum heimi, að skilningarvit þeirra, hin fimm, fengju skynjað það. Guðsríki trúarbragð- anna hefur hjá flestum verið æði þoku- kennd hugmynd, reist meira á arfgengri trú en sjálfstæðri, rökhugsaðri skoðun, enda hefur farið svo fyrir mörgum, eins og kerlingunni í Gullna hliðinu, að þeir liafa mjög tekið þar mið af jarðnesku umhverfi sinu og staðháttum. Oskir manna og draumsýnir um fegurri og betri heim en þann, sem þeim hefur tek- izt að skapa, eru vafalítið jafngamlar mannlegrí hugsun. Þetta kemur fram þegar í elztu heimildum, sem fundizt hafa um mannlíf á jörðunni, og enn er haldið áfram að grufla og leita skýrínga á lífinu, uppruna þess og tilgangi. Sumir telja sig hafa séð inn í heima eða tilveru- svið, sem flestir aðrir verða að láta sér nægja að dreyma um, og öllum virðist sú þrá í blóð borín, að óska einhvers betra, fegurra og fullkomnara en þess, sem þeir búa við. Jafnvel þeir, sem engu 2 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.