Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Blaðsíða 28

Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Blaðsíða 28
við værum búnir að borða skyldum við skreppa niður undir sjó og freista þess, hvort við ekki yrðum varir þeim megin í vatninu. Þrátt fyrir vonbrigðin er veiðivon- in enn ekki alveg horfin. Hún hverfur reynd- ar aldrei alveg. „Annars lízt mér ekki á þokubakkann þar,“ segir Siggi. „Ég las það einhvers staðar, að hann tæki aldrei í þoku. Sá er nú annars matvandur,“ heldur Siggi áfram, um leið og hann stingur hálfri brauð- sneið með osti upp í sig, „að vilja ekki þennan indælismaðk.“ Hann fær sér væn- an sopa af heitu kaffi. Ég man, að ég fékk mér vindling, og strax á eftir röltum við af stað. Þetta er nokkuð langur gangur, og í lítilli vík læt ég línuna vaða. Siggi er kom- inn út á smá sker og er að reyna þar. Tíminn líður, ekkert skeður. Ekki einu sinni ein einasta branda bærir á sér. Það er þó svolítil huggun að hlusta á skvampið, þegar öldur vatnsins sleikja grjótið í fjöru- borðinu. Það minnir mann á eitthvað svo mikið á sporðaslettur. Ég er búinn að draga inn línuna og er kominn til Sigga, til þess að tala við hann um það, hvort við ættum ekki að fara að koma okkur heim. Þá sé ég að hann er eitthvað að glápa vestur með vatninu og rétt í því segir hann: „Sérðu Valdi, þarna á tanganum, þar sem þokan þynnist út yfir vatnið, þar er maður, svei mér þá, ef hann er ekki að veiða.“ Og nú sé ég hann líka. Það er enginn vafi, svei mér, ef hann er ekki að fá hann. „Sjáðu Siggi hvernig hann veður í land með hann.“ „Blessaður við skulum flýta okkur þang- að,“ segir Siggi. Það hefur aldrei verið vel bjart í dag, en nú er aðeins að byrja að bregða birtu. Það slær glampa á himininn og rétt á eftir heyr- ast þrumur. Nú finn ég aftur til skjálftans. „Nú er hann aftur með hann,“ segir Siggi. Ég lít til mannsins, stöngin svignar hjá honum. Það er enginn vafi, hann er aftur með hann á. Nú eigum við ekki eftir nema svo sem tuttugu metra til mannsins. Hann snýr bak- inu í okkur. Hann er hár vexti, klæddur mosagrænni regnúlpu, með ákaflega barða- stóran hatt á höfði. Alt í einu talar hann til okkar. Rödd hans er glaðleg, en þó er eitthvað við hana, sem fær okkur til þess að stanza. Hann segir: „Komið þið sælir dreng- ir. Þið hafið ekki haft heppnina með ykkur í dag.“ Hann heldur áfram, um leið og hann snýr sér að okkur: „En það er nú kannski hægt að bæta úr því.“ Ég man, að mér fannst eitthvað óeðlilegt við manninn, en ég gat bara ekki áttað mig á því þessa stundina, hvað það var. Maðurinn sneri nú tali sínu að Sigga og sagði: „Ég sé að þú ert að hugsa um það, hvemig ég fari að því að fá hann til þess að taka. Þið eruð svo ungir enn og óreyndir. Tókuð þið ekki eftir smá sílum, sem lágu dauð í sandinum, þegar þið komuð niður eftir?“ segir maður- inn. Jú, ég hafði einmitt tekið eftir þessu. „Þetta er loðna,“ heldur maðurinn áfram, „fuglinn skilur hana þarna eftir. Þeir kunna sér ekki magamál þessir mávar. Þegar þeir komast í eitthvað sem er gott, þá éta þeir alltaf yfir sig. Sjáið þið, þama er fuglinn," segir maðurinn og bendir vestur með vatn- inu. „Þarna í víkunum skuluð þið renna, drengir, en fyrst verðið þið að tína ykkur loðnu, og henni skulið þið svo beita.“ — „Það er skrýtið að hann skuli ekki taka maðkinn, fyrst hann vill þessa loðnu,“ dett- ur út úr Sigga. „Það er von þé finnist það skrýtið," segir maðurinn. „En í raun og veru er þetta ofur eðlilegt. Hugsun fisk- 26 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.