Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Blaðsíða 34

Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Blaðsíða 34
stíl, á okkar mælikvarða nú, en mjór varð mikils vísir. Steingrímur Jónsson, rafmagns- sitjóri, tók síðan upp þráðinn, og fyrir for- göngu hans var reist klakhús við Elliðaám- ar, en í því voru klakin þau seiði, sem síðan komu ánum til bjargar. Um langt árabil var sleppt í þær milli 400.000 og 700.000 kvið- pokaseiðum, og svo fór, að laxastofninn fór aftur vaxandi, og veiðin náði allt að 1700 löxum á sumri. Enn er ræktun Elliðaánna haldið áfram, og á síðasta ári var á ný hafið ræktunarátak þeim til bjargar, eftir mikið afhroð, sem þær guldu í flóðum, fyrir nokkrum ámm. Var sleppt í þær í fyrra, í samráði við Reykjavíkurborg, 500 þús. seiðum, og verð- ur því haldið áfram á komandi árum. Jafn- framt hefur verið gerður fiskvegur upp í Elliðavatn og kemst nú laxinn, í fyrsta sinn, síðan 1926, á sínar gömlu hrygningar- og uppeldisstöðvar. Jafnframt hefur Reykjavík- urborg gert mikið átak til þess að kveða nið- ur mengun í ánum. Þessi ræktun Elliðaánna, sem hófst fyrir mörgum áratugum, var fyrsti vísirinn að því ræktunarstarfi, sem nú er svo stór þáttur í starfsemi Stangaveiðifélagsins. Á þessum vetri á félagið um 1.400.000 kviðpokaseiði í klakhúsum sínum. Auk þess 14.000 sjó- gönguseiði. Sumum seiðunum verður sleppt sem kviðpokaseiðum, en öðrum verður hald- ið í eldi. Þannig er fvrirhugað á þessa ári að sleppa seiðum í sjö laxveiðiár, víðs vegar um landið. Stórfelldasta áætlunin, sem í framkvæmd er, er við Lagarfljót, og í þverám þess. Þar hefur, á síðustu tveimur árum, verið sleppt alls 300.000 sumaröldum seiðum, en hér er aðeins um að ræða upphafið á tíu ára áætl- un, sem miðar að því að gera ársvæðið þar eystra að laxveiðisvæði. í Breiðdal, sem er nú hluti veiðisvæða félagsins, er sleppt nokkur þúsund sjógönguseiðum, og svo er einnig við Miðfjarðará. Sjógönguseiðum er einnig sleppt í Leirvogsá, og verulegu magni sumaralinna seiða í Gljúfurá. Við Brúará er að hefjast ræktunarstarfsemi á vegum félagsins, og sömuleiðis við Tungu- fljót, sem ætlunin er að breyta á ný í berg- vatnsá, en þar verður í sumar sleppt 60.000 sumaröldum seiðum. Stóra Laxá í Hrepp- um fær einnig sinn skammt, svo og Elliða- ámar, eins og áður er minnzt á. Sú ræktunarstarfsemi, sem félagið hefur stundað, hefur þegar borið verulegan ár- angur, má þar til dæmis nefna Norðurá, sem ræktun hófst í, er SVFR tók ána á leigu, fvrir tæpum tveimur áratugum. Þar veidd- ust þá um eða innan við eitt þúsund laxar á sumri, en stangaveiðin þar í fvrra var um 2700 laxar. í ám félagsins veiddust fast að 8.000 laxar í fyrrasumar, og mun ekkert stangaveiðifélag, sem mér er kunnugt um, hafa yfir að ráða gjöfulli vötnum, og nær sá samanburður ekki aðeins til íslands, heldur einnig annarra landa við Norður- Atlantshafið. Allt er þetta þáttur í gleðilegri þróun laxveiðimála á Islandi, sem nú er álitið bezta laxveiðilandið við Norður-At- lantshafið, á tímum þverrandi veiði í öðrum laxveiðilöndum á þeim slóðum. Hér hefur fjöldi laxa, sem veiðist ár hvert, vaxið um rúmlega helming, síðan 1959, en heildar- veiðin er nú 60.00 laxar, og mun að minnsta kosti um helmingur þeirra dreginn á stöng. AIIs eru taldar vera um 60 raunveruleg- ar laxveiðiár á landinu, en af þeim eru að- eins tæpar 20 taldar gefa árvissa, góða veiði Hæst ber þar Norðurá, með 2700 laxa í 32 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.