Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Síða 34

Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Síða 34
stíl, á okkar mælikvarða nú, en mjór varð mikils vísir. Steingrímur Jónsson, rafmagns- sitjóri, tók síðan upp þráðinn, og fyrir for- göngu hans var reist klakhús við Elliðaám- ar, en í því voru klakin þau seiði, sem síðan komu ánum til bjargar. Um langt árabil var sleppt í þær milli 400.000 og 700.000 kvið- pokaseiðum, og svo fór, að laxastofninn fór aftur vaxandi, og veiðin náði allt að 1700 löxum á sumri. Enn er ræktun Elliðaánna haldið áfram, og á síðasta ári var á ný hafið ræktunarátak þeim til bjargar, eftir mikið afhroð, sem þær guldu í flóðum, fyrir nokkrum ámm. Var sleppt í þær í fyrra, í samráði við Reykjavíkurborg, 500 þús. seiðum, og verð- ur því haldið áfram á komandi árum. Jafn- framt hefur verið gerður fiskvegur upp í Elliðavatn og kemst nú laxinn, í fyrsta sinn, síðan 1926, á sínar gömlu hrygningar- og uppeldisstöðvar. Jafnframt hefur Reykjavík- urborg gert mikið átak til þess að kveða nið- ur mengun í ánum. Þessi ræktun Elliðaánna, sem hófst fyrir mörgum áratugum, var fyrsti vísirinn að því ræktunarstarfi, sem nú er svo stór þáttur í starfsemi Stangaveiðifélagsins. Á þessum vetri á félagið um 1.400.000 kviðpokaseiði í klakhúsum sínum. Auk þess 14.000 sjó- gönguseiði. Sumum seiðunum verður sleppt sem kviðpokaseiðum, en öðrum verður hald- ið í eldi. Þannig er fvrirhugað á þessa ári að sleppa seiðum í sjö laxveiðiár, víðs vegar um landið. Stórfelldasta áætlunin, sem í framkvæmd er, er við Lagarfljót, og í þverám þess. Þar hefur, á síðustu tveimur árum, verið sleppt alls 300.000 sumaröldum seiðum, en hér er aðeins um að ræða upphafið á tíu ára áætl- un, sem miðar að því að gera ársvæðið þar eystra að laxveiðisvæði. í Breiðdal, sem er nú hluti veiðisvæða félagsins, er sleppt nokkur þúsund sjógönguseiðum, og svo er einnig við Miðfjarðará. Sjógönguseiðum er einnig sleppt í Leirvogsá, og verulegu magni sumaralinna seiða í Gljúfurá. Við Brúará er að hefjast ræktunarstarfsemi á vegum félagsins, og sömuleiðis við Tungu- fljót, sem ætlunin er að breyta á ný í berg- vatnsá, en þar verður í sumar sleppt 60.000 sumaröldum seiðum. Stóra Laxá í Hrepp- um fær einnig sinn skammt, svo og Elliða- ámar, eins og áður er minnzt á. Sú ræktunarstarfsemi, sem félagið hefur stundað, hefur þegar borið verulegan ár- angur, má þar til dæmis nefna Norðurá, sem ræktun hófst í, er SVFR tók ána á leigu, fvrir tæpum tveimur áratugum. Þar veidd- ust þá um eða innan við eitt þúsund laxar á sumri, en stangaveiðin þar í fvrra var um 2700 laxar. í ám félagsins veiddust fast að 8.000 laxar í fyrrasumar, og mun ekkert stangaveiðifélag, sem mér er kunnugt um, hafa yfir að ráða gjöfulli vötnum, og nær sá samanburður ekki aðeins til íslands, heldur einnig annarra landa við Norður- Atlantshafið. Allt er þetta þáttur í gleðilegri þróun laxveiðimála á Islandi, sem nú er álitið bezta laxveiðilandið við Norður-At- lantshafið, á tímum þverrandi veiði í öðrum laxveiðilöndum á þeim slóðum. Hér hefur fjöldi laxa, sem veiðist ár hvert, vaxið um rúmlega helming, síðan 1959, en heildar- veiðin er nú 60.00 laxar, og mun að minnsta kosti um helmingur þeirra dreginn á stöng. AIIs eru taldar vera um 60 raunveruleg- ar laxveiðiár á landinu, en af þeim eru að- eins tæpar 20 taldar gefa árvissa, góða veiði Hæst ber þar Norðurá, með 2700 laxa í 32 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.