Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Blaðsíða 46
með að finna málið, en að lokum stundi
hann þó upp:
„Það var lán að ég var í yðar landi, en
ekki hans sir Duncans. Hann hefði aldrei
bjargað mér.“
„Stelstu líka í ána hjá honum?“ spurði
lávarðurinn.
„Já, miklu oftar en til yðar, lávarður
minn. Bæði er nú styttra þangað heiman að
frá mér og aðstaðan að mörgu leyti betri,
en svo hefur konan mín harðbannað mér
að taka lax frá yður. Hún segist hafa hitt
yður stundum þegar hún átti leið héma
með ánni á yngri árum sínum og hefur
alltaf mætur á yður síðan.“
„Hm! sagði lávarðurinn. „Það er fall-
egt af henni. Hún var góð stúlka. Eg ætla
að reyna að setja í lax handa henni, ef þér
er ekki orðið of kalt til að bíða eftir því.
Þú getur sagt að þú hafir veitt hann hjá sir
Duncan!“
Lávarðurinn var fljótur að setja í laxinn
og lét þjófinn hjálpa sér að landa honum.
Að því búnu mælti hann:
„Taktu nú fiskinn og farðu með hann
heim. Það er víst kominn tími til fyrir þig
að fara úr bleytunni.“
„Það er ekki ofsögum sagt af göfug-
mennsku yðar, herra. í stað þess að kæra
mig fyrir veiðiþjófnaðinn, gefið þér mér
lax í matinn.“
„Ég veiddi hann handa konunni þinni,“
svaraði lávarðurinn.
„Já, en kemur það nú ekki í sama stað
niður? Það sem þér gerið vel til hennar,
er velgjörð við mig Iíka.“
„Ekki þyrfti nú svo að vera í öllum til-
vikum," svaraði lávarðurinn, gekk hratt
burt og gaf ekki færi á lengra samtali.
eioini a nn a /zaó ttn ót
Allt frá árinu 1964 hafa verið haldin
regluleg landsmót í kastkeppni á vegum
Landssambands stangaveiðifélaga, þar sem
farið hefur verið nákvæmlega eftir reglum
alþjóða kastsambandsins (I.C.F.). Hafa af
skiljanlegum ástæðum eingöngu, eigum við
að segja „keppniskastarar" tekið þátt í þess-
um mótum, með sérstökum keppnisáhöld-
um.
Það er óhætt að fullyrða að með þessu
brautryðjendastarfi hafi (enda þótt mót hafi
verið haldin áður m. a. af Kastklúbbnum)
L. S. átti sinn þátt í að efla áhuga manna
fvrir kastíþróttinni og sameina þá, enda hef-
ur þátttaka verið góð og oft hefur náðzt
frábær árangur.
Stjórn L. S. hefur einnig haft sérstakan
áhuga á að gangast fyrir veiðimannakast-
mótum, þar sem hinn venjulegi stangaveiði-
maður, með sín tæki, getur tekið þátt í.
Slíkt mót fór nú fram á Hörðuvöllum í
Hafnarfirði laugardaginn þann 7. október
síðastliðinn. Auglýstar keppnisgreinar voru
fjórar, tvær í flugulengdarköstum og tvær
í beitulengdarköstum, eða nánar tiltekið eins
og hér segir:
1. fl. A einhendis framþung lína, há-
marksþyngd 18 gr. no. 10
1. fl. B einhendis skotlína hámarks-
þyngd 18 gr. no. 10
2. fl. Beitulengdarköst, einhendis
hámarksbeita 12 gr.
3. fl. Beitulengdarköst, tvíhendis
hámarksbeita 18 gr.
44
VEIÐIMAÐURINN