Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Blaðsíða 44

Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Blaðsíða 44
Dœmigerð horbleikja, einkennandi fyrir vötn þar sem offjölgun hefur átt sér stað. Þessir fiskar eru úr Hafravatni 4—10 ára gamlir, og flestir kynþroska. Þeir eru hættir að vaxa vegna fœðuskorts, og skiljanlegt að menn haldi að hér sé um sérstaka „tegund“ að rœða, sem ekki geti orðið stœrri. En vissulega getur bleikjan í vatninu orðið stœrri, en til þess þyrfti að grisja stofninn allverulega. Meðal sérfræðinga er þetta kallað bleikju- vandamálið og margir hafa reynt að leysa það án viðunandi árangurs. í Þingvallavatni virðast vera þrjú afbrigði af bleikju, það er bleikja, murta og gljá- murta. Bleikjan er þeirra stærst, og byrjar sumstaðar að hrygna um miðjan júlí. Murt- an gengur í torfum á haustin og hrygnir í október, 19—22 cm löng. Gljámurtan verð- ur kynþroska 6-12 cm löng og hrognin eru örfá. Ef þetta eru sérstakar tegundir, þá verða þær að hafa verið það þegar þær komu úr sjó fyrir um það bil 5000 árum, því sá tími er of stuttur til þess að mvnda nýja tegund. Hins vegar hefur það komið fyrir, að þar sem sett hefur verið klak úr stórri bleikju í fisklaus vötn, að vart hafi orðið við smábleikju, sem hrygnir 18—22 cm löng, ásamt venjulegu bleikjunni, sem hef- ur eiginleika foreldranna. Eins sá ég ný- lega, að sænskir vísindamenn hafi á grund- velli blóð- og aldursrannsókna gert að tveim tegundum, þar sem áður var álitið að um eina væri að ræða, enda enginn stærðar né útlitsmunur á þeim, og báðar veiddar á sama stað í sama vatni. Þetta sýnir hversu erfitt bleikjuvandamálið er víðsvegar, og langt frá því að vera leyst. Yfirleitt hrygnir bleikjan í sjálfum vötn- unum, en ekki í rennandi vatni eins og urr- iðinn eða laxinn. Helzt velur hún sér botn með grófri möl, en komið hefur í Ijós, að hún getur líka hrygnt á leir- og moldar- botni. Þetta þýðir það, að skortur á hrygn- ingarstöðvum takmarkar ekki útbreiðslu bleikjunnar að neinu verulegu leyti, enda er viðkoman yfirleitt mikil. Þar sem óvinir eru fáir og veiði lítið stunduð, leiðir þessi mikla viðkoma oft til offjölgunar með þeim afleiðingum, að hinir einstöku fiskar þjást af næringarskorti og allur fiskstofn vatnsins verður smávaxinn. Þar stöðvast oft vöxturinn samfara því að fiskarnir verða kynþroska, því eftir það fer öll umframnæring til þess að þroska hrogn og svil, en lítið sem ekkert í vöxt. Eina ráð- ið þegar þannig fer er að veiða mikið og nota til þess smáriðin net. Þar sem bleikja er í sambandi við sjó, gengur hún oft til sjávar á svipaðan hátt og sjóurriðinn og nefnist hún þá sjóbleikja, eða sjóreyður. Ekki er enn vitað hvað það er sem ræður því, hvort bleikjan gengur í sjó eða ekki, en víst er að sjóbleikja er algengari norðan- lands en sunnan, þótt á báðum stöðum sé mikið af bleikju í sambandi við sjó. Þannig er þetta einnig í öðrum löndum, að bleikjan er tregari til þess að ganga til sjávar eftir því sem sunnar dregur. 42 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.