Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Blaðsíða 41

Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Blaðsíða 41
lokið gýtur hún smáskammti af hrognum, sem hængurinn frjóvgar strax, og detta egg- in niður í holuna. Hrygnan grefur síðan aðra holu fyrir ofan þá fyrstu, sem við það fyllist af möl, og þetta gengur koll af kolli unz búið er að gjóta öllum hrognunum. Hrognin eru þannig niðurgrafin í möl- inni allan veturinn og klekjast að vorinu. Fyrstu dagana eftir klakið, halda seiðin sig niðri í mölinni og fyrst þegar kviðpok- inn er uppurinn fara þau að koma upp úr henni. Seiðin lifa á smákrabbadýrum, skor- dýralirfum og öðrum smádýrum, sem ber- ast með straumnum. Þótt þau séu smávaxin, þá velur hvert seiði sér stað í ánni, sem það helgar sér, og ver fyrir ásókn annarra seiða. Þessu eðli heldur urriðinn allan þann tíma, sem hann er í rennandi vatni. Þegar seiðin hafa dvalizt í ánni 2—4 ár, þá ganga þau út í stöðuvatnið, og fara þau þá að vaxa fyrir alvöru, enda vatnið vfirleitt meiri nægtabrunnur en lækir og ár, sem í það falla. Fyrst eftir að smáfiskurinn kemur í vatn- ið, virðist hann halda sig við lækjarósana, og yfirleitt er smáfiskurinn meira á grynnri svæðum vatnsins en stóri fiskurinn. Það er eðlilegt, því stórum fiski finnst hann ekki óhultur á grunnu vatni nema á nóttunni. Víðast hvar er urriðinn mjög í hávegum hafður sem stangveiðifiskur og mikið gert til þess að auka útbreiðslu hans og magn, bæði með seiðaeldi og öðrum fiskræktarað- gerðum, sem stuðla að því að bæta lífs- kjör hans. Þó hefur það verið þannig á Islandi, að menn hafa haft á honum illan bifur, talið hann ránfisk og varg hinn mesta. Víða hafa menn reynt að uppræta hann og sérstaklega hafa laxveiðimenn haft horn í síðu urriðans. Það sem sennilega hefur átt sinn stærsta þátt í þessu, er sú staðreynd, að í urriðamögum finnst oft mikið af sílum, en þessi síli eru yfirleitt hornsíli og jafnvel þó stundum sé þar um að ræða laxa- og bleikjuseiði þá verður að hafa það í huga, að náttúran hefur sínar eigin aðferðir til þess að viðhalda jafnvægi milli dýrategund- anna, og það eru miklu fleiri laxaseiði, sem verða hungri og sjúkdómum að bráð held- ur en þau, sem lenda í maga urriðans. Það er því kominn tími til að urriðanum verði meira sinnt, eins góður stangveiði- fiskur og hann sannarlega er. Aðalfæða urriðans eru botndýr ýmis kon- ar og standa þar krabbadýr og skordýra- lirfur efst á matseðlinum. Annars fer það bæði eftir stað og árstíma, hvaða fæðuteg- und urriðinn étur í það og það skiptið. Fyrri- hluta sumars eru það oft rykmýslirfur og púpur sem eru yfirgnæfandi, seinna taka við vorflugulirfur og ef mikið er að klekj- ast út af vorflugu er urriðinn oft úttroðinn af púpum, sem hafa verið að skríða upp úr vatninu. Krabbadýrin aukast í fæðunni þeg- ar líða fer á sumarið. Ef hlýtt er í veðri ber- ast skordýr í vatnið og það má oft finna í fiskmögum blaðlús og önnur landdýr, sem vindurinn hefur feykt í vatnið. Þegar ein fæðutegund er fyrir hendi í miklu magni, þá lítur fiskurinn ekki við öðrum fæðutegundum. Þannig er þessu til dæmis varið þegar vorflugan er að klekj- ast út. Þá þýðir lítið fyrir veiðimanninn að bjóða annað en agn, sem líkist vorflugupúp- unum. Þegar hausta tekur og vatnið fer að kólna, hægjast efnaskipti fiskanna og mat- arlyst urriðans minnkar því lengra sem líður á sumarið. Meðal annars vegna þessa VEIÐIMAÐURIMN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.