Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Síða 37

Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Síða 37
tryggja, aS hátt leiguverð birtist ekki í jafn- aðarverði, sem félögum SVFR yrði um megn að greiða. Stjórn félagsins hefur í þessu efni ekki eygt aðra leið en þá að leita að nokkru á þann markað, sem hæst verð gefur, og afla þannig þess fjár, sem gerði félaginu kleift að standa undir leiguverð- inu, og haga þá sölunni þannig, að rúmlega tveir þriðju veiðitímans í Norðurá yrðu eftir sem áður til úthlutunar innan félagsins, á viðráðanlegu verði. Því hefur verið ákveðið, að selja erlendis á þessu ári um 11 stangir í Norðurá, frá 27. júní til 9. ágúst, en aðrar stangir verða á markaðnum innan félagsins. Það meginsjónarmið hefur verið haft við Verðlagningu að ná sem hæstu verði er- lendis. Dagurinn við Norðurá kostar nú til er- lendra veiðimanna, umræddan tíma, 250 dollara, eða sem svarar um 22.000,— krón- um. í því verði eru falin umboðslaun til erlendra ferðaskrifstofa, að svo miklu leyti, sem þær annast söluna, en umboðslaunin nema 20% af heildarverði. Af þessu verði þarf að greiða þá þjónustu, sem óhjákvæmi- leg er, s. s. fæði, leiðsögumenn, akstur til árinnar frá Reykjavík og til baka, og við ána, og aðra umönnun. Á sl. hausti varð ljóst, að stofnun veiði- félags eigenda Grímsár yrði til þess, að áin yrði boðin út, ein eftirsóttasta veiðiá á land- inu, og þá hugsanlega í heilu lagi. Fram til þessa hefur áin verið leigð í hlutum. I febrúarmánuði var Grímsá síðan boðin út, og bárust mörg tilboð. SVFR bauð í Grímsá. Samkeppnin var hörð, en tilboði SVFR var að lokum tekið. Var það 6,2 milljónir króna, í ár, og fylgir því bygging veiðihúss við ána, sem verður eign veiðifélagsins við Grímsá á samningstímabilinu, sem er sjö ár. Svipað tilboð hafði borizt frá öðrum aðila, þó að- eins lægra að krónutölu. Grímsá verður því hluti veiðisvæða SVFR, umrætt tímabil, en tvisvar á samningstímabilinu, a. m. k., verð- ur samningsupphæðin þó tekin til endur- skoðunar. Grímsá verður veidd með allt að tíu stöngum, en veiðisvæðið nær frá veiði- mörkum við ármót Hvítár að efsta hluta veiðisvæðisins í Tunguá. í Grímsá veiddust í fyrra rúmlega 2000 laxar, og er hlutfall þar á milli stangadaga og veiddra laxa sízt óhagstæðara en við Norðurá. Um Grimsá gildir það, sem sagt hefur verið um Norðurá, að um þriðjungur veiðitímans, þ. e. frá 6. júlí til 10. ágúst, verður til sölu á erlendum markaði, á næstu mánuðum, af ástæðum, sem þegar hafa verið skýrðar. Verð erlendis á stöng á dag er 195 dollarar, eða um krónur 17.500,—. Verð Grímsár á erlendum markaði verður því í ár lægra en verð Norðurár, og kemur þar fyrst og fremst til, að við ána er allt önnur dvalaraðstaða en við Norðurá. Úr því verður hins vegar baett, á næsta ári, er til kemur veiðihúsið nýja, og er þá stefnt að því að hækka verðið erlendis, til samræmis við það, sem nú er á verði veiði- leyfa til útlendinga við Norðurá. Augljóst er, að veiðimálin hérlendis eru að beinast inn á nýjar brautir. Þetta hefur greinilega komið fram á starfsemi Stanga- veiðifélags Reykjavíkur. Umsvif félagsins eru nú orðin mikil. Fyrir rúmum áratug var heildarvelta félagsins aðeins um 2 milljónir króna. í fyrra var hún um 16 milljónir, en gert er ráð fvrir, að hún verði um 35 millj- ónir í ár. Áhugi á stangaveiði fer vaxandi, ekki sízt meðal veiðiréttareigenda, sem virðast nú í auknum mæli gera sér fulla grein fyrir því, VEIÐIMAÐURI.NN 35

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.