Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Blaðsíða 17

Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Blaðsíða 17
enda þá allgamall orðinn, má ætla að hann hafi veríð áhugasamur laxveiðimaður. Þá segir í Egils sögu Skallagrímssonar: „Skalla-grímur hafði ok menn sína upp við laxárnar til veiða. Odd einbúa setti hann við Gljúfraá at gæta þar laxveiða.“ Sýnt er því að í byrjun landnámsaldar hafa Borg- arfjarðarámar verið gjöfular á lax og em enn meðal beztu laxveiðiáa okkar og líklega meðal beztu þótt leitað sé um víða veröld. Eins má benda á söguna um Hrafnaflóka og menn hans, sem bjuggu í Vatnsfirði á Barðaströnd, að þeir urðu svo hrifnir af landkostum hér og ekki sízt öllum veiði- skapnum, að þeir hugðust ekki fyrir með heyskapinn, svo að bústofninn féll um vet- urinn. Býst ég við að finna megi þess dæmi meðal bænda á ýmsum tímum hérlendis, að þar sem aðstaða til laxveiði var góð, hafi sá veiðiskapur stundum orðið heyskapnum þrándur í götu. í Vatnsdælu er skýrt frá að veiði hafi ver- ið mikil í Vatnsdalsá, og eins og þar stend- ur: „bæði laxa ok annarra fiska.“ Kom upp deila um veiðina milli Ingimundarsona og Hrollleifs, en hann vildi ekki „rýma neta- lögnina fyrir þeim.“ Fór svo að Hrollleifur varð banamaður hins ágæta héraðshöfðingja Ingimundar gamla út af þessu deilumáli, þegar hann reið til árinnar og reyndi að koma sættum á. Hvergi er getið í Vatns- dælu nema um netaveiði hafi verið að ræða en ekki minnzt á stangaveiði, enda hægari heimatökin að moka upp laxi með ádráttarveiði. í nefndri grein Víglundar Möllers í Veiði- manninum, rekur hann nokkrar tilvitnanir úr fornsögunum úr ræðu Gunnars Möller, sem skjóta á stoðum undir veiði fornmanna með flugu. Fara þær hér á eftir: I Harðar sögu og Hólmverja er þessi setning: „Þótt- ist nú yfir flugu ginið hafa, er hann tók við meynni af Torfa.“ — í Njálu segir Rannveig móðir Gunnars á Hlíðarenda við Sigmund Lambason, þegar hann hafði veg- ið Þórð Leysingjason eftir beiðni Hallgerð- ar: „Þat er mælt Sigmundr, at skamma stund verðr hönd höggvi fegin, enda mun hér svá. Enn þó mun Gunnar leysa þik af þessu máli. En ef Hallgerðr kemr annarri flugu í munn þér, þá verðr þat þinn bani.“ Þá segir Gunnar við Sigmund: „Enn þó hefi ek nú gervan þig sáttan við Njál ok sonu hans, ok skyldir þú nú eigi annarri flugu láta koma í munn þér.“ Greinilegt er að á orðatiltækjunum „gína við flugu“ og „koma flugu í munn einhvers,“ merkir orðið fluga agn eða beita. Prófessor Halldór Halldórsson er einnig á þeirri skoð- un í bók sinni „íslenzk orðtök." Ég er því sammála Víglundi Möller um að líklegt sé að fommenn hafi notað flugu til beitu, þótt ekki hafi ég fundið lýsingu á gerviflugum til veiða í fomritum okkar og geta ofan- greindar tilvitnanir alveg stutt þá skoðun. Eina tilvitnunin, sem ég hefi rekizt á í fornsögunum, um veiðistöng er í Gísla sögu Súrssonar, er Vésteinn mágur Gísla reið um hlaðið á Sæbóli í Dýrafirði og duldist fyrir mönnum. Segir Geirmundur, sem vildi leyna um ferðir Vésteins: „Ógerla sá ek til, en húskarl ætla ek Önundar í Meðaldal. .. . . .. ok í hendi fiskistöng ok veðrar af upp.“ Hér mun átt við veiðistöng til að stinga eða krækja fisk með, því að orðið veðrar, í eintölu veður, mun þýða jámkrókur. í VEIÐIMAÐURINN 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.