Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Blaðsíða 27
hann upp gamla loftvog í útskornum tré-
ramma. Hann heldur áfram. „Hefurðu séð
hana þessa, maður?“ „Hvað ertu eiginlega
að gera með þetta gamla drasl?“ verður mér
að orði. „Pabbi á hana,“ segir Siggi. „Eg
stal henni svona rétt í dag. Það er alveg nýj-
asta nýtt. Ég las um það í ensku blaði, sem
ég komst vfir núna í vikunni. Maður getur
alveg farið eftir loftvoginni, þegar maður
fer að veiða. Það á að vera alveg óhætt að
treysta henni. Að minnsta kosti segja þeir
það þarna í blaðinu. Þegar hún fellur svona
mikið, sko sjáðu, eins og núna, ha, ja þá á
hann víst annars ekki að taka.“
„Ég gef ekki fimmevring í þessar dellur
þínar Siggi,“ segi ég, „og hvaða dellu skyld-
irðu svo fá næst?“
Þarna öslaði bíllinn áfram í gegnum for-
ina á veginum. Það skvettist úr pollunum
undan hjólbörðunum upp undir bílgrindina
og brettin svo dundi í. Þurrkumar höfðu
ekki undan að þurrka regnið, sem skall
hamslaust á rúðunum. Ég man að við vomm
einmitt að tala um ýmsa lifnaðarhætti fisk-
anna og Siggi hélt því fram, að hann hefði
áreiðanlegar heimildir fyrir því, að bleikjan
svæfi stundum, og þá rótaði hún upp botn-
leðju, sem síðan félli aftur til botns og
hyldi hana þá. Einnig taldi Siggi víst að
alltaf væri einn foringi meðal þeirra. Ég
man að ég hélt því fram að silungar, að
minnsta kosti urriðinn, sæju betur í myrkri
heldur en í björtu, enda væri það ekkert
leyndarmál, að stóru, gömlu urriðarnir
veiddust oftast í kolniðamyrkri.
Við vorum einmitt að velta því fyrir okk-
ur, hvað vrði af þeim silungum, sem dæju
úr elli, en það hlyti þó alltaf einn og einn
að ná þeim aldri, þegar Siggi kippir í hend-
ina á mér og segir: „Sjáðu, sjáðu þama til
hægri. Það er vatnið, alveg ábyggilega."
Og nú sá ég líka hvar rétt grillti í það. Þoku-
læða lá með fram vatninu nær sjónum, en
teygði sig sums staðar út undir mitt vatn-
ið.
Nú erum við komnir fast upp að vatninu,
og Siggi er að skvggnast um eftir stað til
þess að leggja bílnum. Hann beygir inn á
hraunhellu rétt við veginn og drepur á
mótornum. Við stígum út úr bílnum og nú
hefst keppni um það, hvor verði á undan
að setja saman. Enn var ég ekki alveg laus
við hrollinn. Ég man það svo vel, eins og
það hefði skeð í gær. Þessi ónotalegi skjálfti
virtist hafa náð algeru vakli yfir mér á þess-
um drungalega degi. Það hvein í loftinu
þegar skýjaflákar þutu fram með hlíðum
fjallsins að baki okkur. Daufur ómur frá
brimi barst til okkar. Aðeins sandrif ver
vatnið fyrir miskunnarlausum ágangi út-
hafsins. „Heyrðu Valdi, er ekki bezt að við
tökum hann þarna úti í eyjunni, það er al-
veg hægt að vaða þangað. En blessaður
gleymdu ekki að taka með þér léreftspok-
ann, fyrir alla muni.“
„Vertu ekki að grínast þetta Siggi,“ segi
ég, því að ég er viss um að við fáum ekki
bröndu. „Þú getur farið út í eyjuna, en ég
ætla þarna hinum megin í víkina.“
Tíminn líður, og það er komið fram yfir
hádegi, þegar ég rölti upp frá vatninu og
kræki í bitakassann minn. Ég fæ mér sæti
á klöpp og Siggi kemur til mín muldrandi
einhver ókvæðisorð. Hann sezt líka og fer
að rífa í sig brauð. Ég sný mér að honum
og segi: „Ekki var frekar en ég, býst ég við.“
„Var,“ svarar Siggi. „Hvað er nú það? Ég
held það hafi áreiðanlega aldrei lifað kvik-
indi í þessu vatni.“
Við komum okkur saman um, að þegar
VEIÐIMAÐURINN
25