Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 6

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 6
frá því að hann hverfur til sjávar sem lítið seiði, unz hann kemur aftur sem kynþroska fiskur upp í ána þar sem foreldrar hans skildu við hann sem umkomulaust hrogn í holu á árbotninum. Eins og þau segi við náttúruna: ,,Nú er okkar hlutverki lokið. Nú er það þitt að sjá um framhaldið. “ Og móðir náttúra segir sjálfsagt: ,,Já, en ég þarf að fórna mörgum hrognum fyrir hvern einstakling sem ég kem á legg. “ Hún er kunn að því að sóa lífi í stórum stíl þar sem henni þykir þess þurfa, og ekki hvað sízt í sjó og vötnum. En hún hefur jafnframt tryggt sér að úr nógu sé að moða. Hi'm hefur hrognin nógu mörg til þess, að þrátt fyrir öll afföllin er nóg eftir til þess að viðhalda stofninum í ánni, að minnsta kosti þangað til maðurinn fór að grípa fram fyrir hendur hennar með sínum aðferðum. Hann hefur ekki látið sig muna um að upprceta fiskstofna úr mörgum ám, bceði með gengdarlausri ofveiði í sumum þeirra og eiturefnum, sem hann hefur dcelt út í aðrar og drepið allt líf. Hann er nú að vísu farinn að sjá eitthvað að sér sums staðar og reyna að bceta fyrir afglöp sín, en víða mun þó enn skorta mikið á, að sú viðleitni hafi borið tilcetlaðan árangur, enda ekki alltaf verið farið sem viturlegast að. Og enn eru þess víst dcemi að allt sé látið fljóta að feigðarósi. Það verður þó ekki með sanni sagt um okkur Islendinga. Við höfum fyrir löngu sett lög um bann við laxveiði í sjó, sem hefðu mátt vera öðrum þjóðum gott fordcemi, og fyrirskipað upptöku neta tiltekinn tíma í viku hverri í ám þar sem sú veiði er enn stunduð. Fiskrcekt hefur verið rekin hér um langl skeið, víða með góðum árangri, eins og t. d. í Elliðaánum og nokkrum ám, sem lax hafði ekkigengið íeða verið upprcettur með ofveiði. Sú skoðun mun nú vera að ryðja sér til rúms meðal fiskifrceðinga, að misráðið sé að blanda saman klaki af stofnum lír einni eða fleiri öðrum ám, til þess að sleppa svo í einhverja tiltekna á, sem frá aldaöðli hefur alið sinn sérstaka stofn með sínum sérkennum, sem fiskifrceðingum hlýtur að vera auðvelt að greina. Hið rétta og vcenlegasta til góðs árangurs mun því vera, að nota til þess eingöngu klak úr stofni þeirrar ár sjálfrar. Sumir telja að þessi fyrrnefnda blöndun geti haft slcem áhrif á ratvísi laxins, jafnvel svo, að hann villist upp í einhverja aðra á en þá, sem hann á að ganga í. I frétt um veiðina í Miðfjarðará í Morgunblaðinu 5. október s.l. var sagt frá því að þar hefðu í sumar veiðzt 24 ,,aðkomulaxar“, þ.e. merktir laxar úr ,,rcektunartilraunum í Hrútafjarðará, Vesturdalsá í Vopnafirði, Flókadalsá og vestan frá Isafjaðardjúpi“. Ennfremur var þess getið í sömu frétt, að af gönguseiðum, sem sleppt var í Miðfjarðará, hefðu veiðzt tveir merktir laxar í Hrútafjarðará, einn í Langadalsá við Isafjarðardjúp, einn við Fcereyjar og einn við Grcenland. Þetta eru að vísu of fáir fiskar til þess að draga megi af því þá ályktun, að villa þeirra hafi stafað af stofnablöndun í klaki, því að vitað er að það hefur fyrr og síðar komið fyrir, að laxar hafa veiðzt í öðrum ám en þeim, sem þeir voru upprunnir í, og má vel vera að það hafi gerzt oftar en eftir því hafi verið tekið. Það er t.d. hugsanlegt að einhverjir fiskar lendi stundum saman við göngur, sem eru á leið upp í aðrar ár en þeirra réttu heimkynni og ,,fljóti svo með straumnum“, en varla mun þetta vera svo algengt, að orð sé á gerandi um lax, sem klakizt hefur út með náttúrlegum hcetti. En hvað segja menn um frétt, sem borizt hefur um laxinn við Fcereyjar, sem ífyllingu tímans hefur ekki önnur ráð en að losa sig við hrognin í sjóinn, þar sem þau eru dauðadcemd á stundinni! Hann hlýtur að hafa villzt þangað einhvers staðar frá, því 4 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.