Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 25

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 25
svarsmenn þeirra í síma: Stangveiðifélag Borgarness, Stangveiðifélag Hofsóss, Stangveiðifélag Olafsfjarðar, Stangveiði- félag Dalvíkur, Stangveiðifélag Neskaups- staðar og veiðiklúbbarnir hjá BM Vallá, Steypustöðinni og hjá Alverinu í Straums- vík. Stangveiðifélögunum er höfuðnauð- syn að fylkja liði og standa saman ef réttur- inn til að stunda veiði í eigin landi á ekki al- farið að hverfa undir forsjá peningamanna með gróðasjónarmiðið eitt að leiðarljósi. Fulltrúar L.S., þeir Guðmundur J. Kristjánsson og Bjarni Kristjánsson, sátu aðalfund Landverndar í Alviðru 9. nóvem- ber. Stjórn L.S. hefur gjarnan viljað vera aðildarfélögunum að beinu gagni og leitað ráða til þess. I vetur var öllum aðildar- félögum skrifað og þau beðin um að gefa upp í fyrsta lagi þau vatnasvæði sem þau réðu yfir og í öðru lagi að lokinni forsölu innan félaganna senda skrá yfir óseld veiði- leyfí. Skrá yfir þau myndum við svo senda öllum félögum innan L.S. Svör bárust frá þremur félögum. Gott er að vita ef aðrir hafa selt öll sín leyfi en hér er opnuð þjón- ustuleið sem okkur fínnst ekki svo fráleit. Að baki er nú eitt gjöfulasta laxveiði- sumar hér á landi. Eins og formaður L.S. gat um í útvarpsviðtali 22. september, þegar vertíðin var úti, er það eftirtektar- vert að fæstar þeirra áa sem hæst hefur bor- ið í aflafréttum sumarsins eru á vegum stangveiðifélaga innan L.S. og er það sár- grætileg tilhugsun og ískyggileg þróun. Með áminningu um þessa staðreynd viljum við ljúka yfirferð yfir verkefnaskrá þá sem sett var fram á fyrsta fundi stjórn- arinnar s.l. haust og virðist ekki margt hafa lent í eftirdrætti. Fráfarandi formaður, sem ekki á þess kost að vera hér, færir meðstjórnarmönn- um sínum og öðrum sem hafa drengilega stutt stjórnina í störfum, innilegar þakkir fyrir samstarfið og ánægjulegar stundir og sendir öllum fundarmönnum saknaðar- kveðjur. Hann mun gunnreifur lyfta glasi ykkur til heiðurs þegar líða tekur á kvöld. Aðrar skýrslur Er Rafn Hafnfjörð hafði lokið flutningi á skýrslu stjórnar, las Hjörleifur Gunnars- son gjaldkeri reikninga L.S., sem voru samþykktir, Sigurður Pálsson flutti skýrslu um störf Nordisk Sportfiskerunion og formaður happdrættisnefndar, Olafur Magnús Jóhannsson Streng i Reykjavík Jóhannes Kristjánsson Straumum á Akureyri Aðalbjörn Kjartansson Stangveiðifélagi Rangœinga VEIÐIMAÐURINN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.