Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 11
stórum dráttum spennti ýmist stöng eða
spólaði inn línu, líkt og maður sér í bíó frá
sverðfiskveiðum. Þar kom, að sá á sporð í
háum öldufaldi. Ég greip tækifærið, dró
hratt inn línu og lét afl hinnar brotnandi
öldu hjálpa til, bera og brimlanda þessum
stórlaxi þarna á leirunum. A útsoginu
hljóp ég til, náði taki einhvers staðar, dró
undan sjónum, datt svo ofan á hann með
fjörugrjót í hendi og leiknum var lokið!
Ég var í mikilli geðshræringu liggjandi
þarna í fjörunni við hlið fisksins, en fór
brátt að skoða bráðina. Þetta var hængur,
náði mér frá brjósti og niður að bússubotn-
um, sver eftir því og á bilinu 27-30 pund.
Smám saman róaðist ég og stóð á fætur,
en veiðihárin voru tekin að leggjast og ef til
vill þess vegna braust fram sú hugsun, að
þetta væru kannski ekki alveg sanngjörn
úrslit. Það væri t.d. stranglega bannað að
veiða lax í sjó. En hvað um það. Veiðinátt-
úran er í okkur og hefur alltaf verið hluti af
eðli mannskepnunnar. Ég minnist ein-
hvern veginn svona heimspekirugls, þegar
ég gekk frá bráðinni milli steina og ákvað
að fara upp að bílnum og ná í konuna, aka
svo niður að ósi, sækja þann stóra, og
sömuleiðis þá, sem ég geymdi neðst í
gljúfrunum.
Þegar ég kom aftur úr þessari ferð, niður
að ósnum, var þar enginn fískur meir. Ég
hafði auðvitað gleymt aðfallinu, sjálfu
náttúrulögmáli hafsins. Við leituðum lengi
og vel meðfram ströndinni, en án árangurs.
Margir sem þekkja mig lítið, trúa var-
lega þegar ég segi þessa sögu og brosa góð-
látlega þegar ég kem að stærð fisksins, sem
var eins og fyrr segir hængur, náði mér frá
tám í hjartastað og var 27-30 pund. En
konan mín trúir mér auðvitað, því hún sá
hvernig mér leið þarna á Skarðsströndinni
við brimgarðinn þetta ágústkvöld. Ogef til
vill var endirinn að lokum bæði sanngjarn
og rökréttur, því seinna, er ég hafði náð
mér að fullu og minningarnar sóttu á, kom
þessi staka ósjálfrátt fram á varir mér:
O, sæla stund, er kom á krók,
stórlaxinn minn fyrsti,
en hafíð gaf, og hafið tók,
ég bæði fékk og missti.
VEIÐIMAÐURINN
9