Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 11

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 11
stórum dráttum spennti ýmist stöng eða spólaði inn línu, líkt og maður sér í bíó frá sverðfiskveiðum. Þar kom, að sá á sporð í háum öldufaldi. Ég greip tækifærið, dró hratt inn línu og lét afl hinnar brotnandi öldu hjálpa til, bera og brimlanda þessum stórlaxi þarna á leirunum. A útsoginu hljóp ég til, náði taki einhvers staðar, dró undan sjónum, datt svo ofan á hann með fjörugrjót í hendi og leiknum var lokið! Ég var í mikilli geðshræringu liggjandi þarna í fjörunni við hlið fisksins, en fór brátt að skoða bráðina. Þetta var hængur, náði mér frá brjósti og niður að bússubotn- um, sver eftir því og á bilinu 27-30 pund. Smám saman róaðist ég og stóð á fætur, en veiðihárin voru tekin að leggjast og ef til vill þess vegna braust fram sú hugsun, að þetta væru kannski ekki alveg sanngjörn úrslit. Það væri t.d. stranglega bannað að veiða lax í sjó. En hvað um það. Veiðinátt- úran er í okkur og hefur alltaf verið hluti af eðli mannskepnunnar. Ég minnist ein- hvern veginn svona heimspekirugls, þegar ég gekk frá bráðinni milli steina og ákvað að fara upp að bílnum og ná í konuna, aka svo niður að ósi, sækja þann stóra, og sömuleiðis þá, sem ég geymdi neðst í gljúfrunum. Þegar ég kom aftur úr þessari ferð, niður að ósnum, var þar enginn fískur meir. Ég hafði auðvitað gleymt aðfallinu, sjálfu náttúrulögmáli hafsins. Við leituðum lengi og vel meðfram ströndinni, en án árangurs. Margir sem þekkja mig lítið, trúa var- lega þegar ég segi þessa sögu og brosa góð- látlega þegar ég kem að stærð fisksins, sem var eins og fyrr segir hængur, náði mér frá tám í hjartastað og var 27-30 pund. En konan mín trúir mér auðvitað, því hún sá hvernig mér leið þarna á Skarðsströndinni við brimgarðinn þetta ágústkvöld. Ogef til vill var endirinn að lokum bæði sanngjarn og rökréttur, því seinna, er ég hafði náð mér að fullu og minningarnar sóttu á, kom þessi staka ósjálfrátt fram á varir mér: O, sæla stund, er kom á krók, stórlaxinn minn fyrsti, en hafíð gaf, og hafið tók, ég bæði fékk og missti. VEIÐIMAÐURINN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.