Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 19

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 19
að hann kemur úr hrogni. Á seinni stigum þyrfti að halda þessum físki sem lengst frá íslenskum vatnakerfum. Ef einangrunin væri rofín, gæti slíkur lax valdið skaða, ef hann slyppi út úr eldis- kvíum og villtist upp í laxveiðiár, svo ekki sé minnst á hugsanlegar sleppingar slíkra seiða úr eldisstöðvum, en þær er erfítt að útiloka. Ekki er vitað hvort slík slysablönd- un hefði neikvæð áhrif til langframa. Mið- að við þær upplýsingar, sem fyrir liggja um flutning laxastofna milli landa og heims- hluta til hafbeitar þyrfti svo ekki að vera, þar sem aðflutti laxinn væri illa aðlagaður að nýjum heimkynnum. I því tilfelli mundu staðbundnir stofnar fljótlega þurrka út áhrif hinna óboðnu gesta. Hins- vegar mælir allt með því að komið sé í veg fyrir slík slys og bannaður frekari inn- flutningur erlendra stofna. Kvíaeldi í sjó Ekki er víst að kvíaeldi í sjó komi til með að verða mjög útbreitt inni á fjörðum hér við land. Vegna vetrarkulda er hugsanlegt að þar verði aðallega um sumareldi að ræða. Bestu firðirnir fyrir slíkan rekstur liggja að tiltölulega hálendum svæðum á Vestfjörðum og Austfjörðum, þar sem lítið er af laxveiðiám. Einstaka fírðir eru í öðrum landshlutum, svo sem Hvalfjörður, Hrútafjörður og Eyjafjörður. Ef lax slyppi úr kvíum, má telja líklegt að hann leitaði í ár á nærliggjandi svæðum. Miðað við þá staðsetningu, sem hér hefur verið rætt um, þyrfti þessi rekstur að verða býsna viða- mikill til að verða ógnun við hérlendar laxveiðiár. Niðurstöður Þegar á heildina er litið, er rétt að stang- veiðimenn og veiðiréttareigendur hafi vak- andi auga á því sem er að gerast í laxeldis- málum, einkum í sínu næsta nágrenni, og reyni að hafa áhrif á þróunina eftir því sem kostur er. Ekki má hefta framgang lax- eldis- og hafbeitarmála, en ákveðin mið- stýring er nauðsynleg. Hinar öflugu lax- eldis- og hafbeitarstöðvar á Reykjanes- skaga eru nokkuð vel staðsettar að því er laxveiðiár varðar. Nýting laxveiðihlunninda hér á landi er í betra horfí en í öllum nágrannalöndum okkar, verðmæti á veiddan físk sennilega með því hæsta í heimi. Veiðimálastofnun hefur ásamt hagsmunaaðilum í stangveiði og veiðiréttareigendum staðið vörð um þessa auðlind sem er að verða einstæð í þessum heimshluta. Veiðimálastofnun er hins vegar ekki aðeins stjórnunaraðili í veiðimálum, held- ur hefur hún þróast og eflst sem rannsókn- arstofnun. Þar vinna nú tólf sérfræðingar, þar af fjórir við deildir úti á landi. Það fer ekki hjá því, að vaxtarbroddur Veiðimála- stofnunar liggi á sviði rannsókna, bæði í ám og vötnum, sem og á sviði fískeldis. Það er skoðun mín að rannsóknir í laxeldi eigi heima með öðrum laxarannsóknum og þannig megi best samræma þau sjónarmið sem hér eru gerð að aðalumræðuefni. Sennilega er auðveldara að sætta sjónar- mið laxveiða annars vegar og laxeldis hins vegar ef ein stofnun fer með þennan mála- flokk. Benda má á stöðu þessara mála í Noregi sem víti til varnaðar. Tillögur um aðgerðir Það fer ekki á milli mála að setja þarf lög og reglugerðir um þessi mál, sem tryggja að þau þróist í hagstæðum farvegi fyrir báða aðila. Veiðimálastofnun vinnur nú að tillögugerð um þessi efni. Þó endanlegar tillögur liggi ekki fyrir má telja víst að grípa þurfí til eftirfarandi aðgerða. 1. Sleppa ætíð seiðum af sama stofni ef 17 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.