Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 61

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 61
Þess má einnig geta, að á hinu árlega kastmóti SVFR, sem fram fór 24. maí, var keppt í fimm greinum, og sigraði Astvald- ur Jónsson í þeim öllum. <r Laxá í Aðaldal aftur í efsta sæti Laxá í Aðaldal er sú áin, sem gaf flesta laxa á stöng s.l. sumar. Þar veiddust 2800 laxar. Laxá varð einnig í efsta sæti 1985, með 1911 laxa. En mest hefur veiðin í henni orðið 3063 laxar, sumarið 1978. Blöndusvæðið varð nú í öðru sæti. I Blöndu og Svartá veiddust samtals 2206 laxar, en árið áður var þetta svæði 11. í röðinni, með 1096 laxa. Mesta veiði á Blöndusvæðinu var sumarið 1975, þá veiddust þar 2595 laxar. Þverá varð í þriðja sæti þetta árið, með 2138 laxa, en hún var einnig í þriðja sæti árið áður, þá með 1550 laxa. Bezta veiði- sumarið í Þverá var 1979, en þá veiddust þar 3558 laxar - landsmet. í fjórða sæti var Laxá í Dölum, en hún varð önnur sumarið 1985 með 1600 laxa. Nú veiddust í henni 1907 laxar, semer það mesta sem hún hefur nokkru sinni gefið, hennar fyrra met var 1820 laxar árið 1972, en metveiðin nú nægði sem sagt ekki til þess, að áin héldi því sæti sem hún var í árið áður. Fimmta í röðinni varð Laxá á Asum með 1863 laxa, en hún var í sama sæti ár- ið á undan, með 1440 laxa. Mest varð veið- in árið 1975, þá veiddust 1885 laxar. Grímsá og Tunguá voru í sjötta sæti með 1826 laxa, en voru árið áður í fjórða sæti með 1463 laxa. Mesta veiði var 1975, en þá veiddust 2116 laxar. Langá er í 7. sæti eins og árið áður, nú með 1770 laxa, áður með 1155, en hennar bezta ár var 1972 með 2702 laxa. I áttunda sætið kemur Miðfjarðará með 1722 laxa, en hún varð sú 12. í röðinni sumarið 1985 með 1059 laxa. Hennar met- ár var 1977, er í henni veiddist 2581 lax. I Hofsá varð metveiði í sumar, 1680 lax- ar veiddust, en þó lækkar hún úr sjötta sæti (með 1219 laxa) í níunda sæti. Fyrra met- veiðiár í Hofsá var 1978 með 1336 laxa. Laxá í Leirársveit kemur nú aftur álist- ann yfir tólf hæstu árnar og er í 10. sæti með 1613 laxa. Sumarið 1985 veiddust í henni 860 laxar og hún féll af listanum. Metveiði varð í Laxá árið 1972, en þá veiddust 2220 laxar. Vatnsdalsá er enn ein áin, sem nú sló sitt fyrra met, sem dugði henni í 11. sæti listans, en hún var ekki á honum árið áður. í ánni veiddust nú 1560 laxar, en 856 sum- arið 1985. Eldra met hennar var 14661axar árið 1978. Víðidalsá og Fitjaá skipa 12. og síðasta sæti listans yfir hæstu árnar á landinu sum- arið 1986. Þar veiddust 1550 laxar, en aðeins 713 laxar árið áður, og komst þetta vatnasvæði þá ekki á listann. Metárið var 1978 með 1851 lax. Þrjár ár féllu út af listanum að þessu sinni, Elliðaár, Laxá í Kjós og Bugða, og Norðurá. Sú síðastnefnda er þó ekki langt undan, en þar veiddist 1531 lax, og vantar því ekki nema 20 laxa á, að hún hlyti síðasta sætið á listanum. Lítið vatn í þessum ám varð þess valdandi, að veiðin tregðaðist mjög, er leið á sumarið. Hið sama má reyndar segja um margar aðrar ár, að þær urðu vatnslitlar á miðju sumri, en það virð- ist ekki hafa haft eins afgerandi áhrif á tök- una hjá laxinum í þeim eins og þessum þrem sem nefndar voru. Elliðaár hafa líka þá sérstöðu, að þær lækka í sæti, þegar aðrar ár spjara sig, en koma tiltölulega vel VEIÐIMAÐURINN 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.