Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 47

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 47
ferð á íslandi. Bæði er sjávarhiti hér að mun óhagstæðari en í nefndum löndum, og svo er, samkvæmt nýlegri fregn í Morgun- blaðinu, rafmagn á Islandi um 2Vi sinnum (160%) dýrara en á meginlandi Evrópu. Þá er dælingarhæð að öðru jöfnu mikil á Is- landi vegna mikils hæðarmunar ílóðs og fjöru. Því hefur það verið þeim sem þetta ritar, og eflaust ýmsum öðrum, undrunarefni, hvers vegna laxeldisfyrirtæki stofna nú til, eða hyggjast stofna til, stórfelldra og mjög fjárfrekra framkvæmda, sem byggja á dæl- ingu kalds sjávar í opin ker á landi. Er tor- séð, hvað bjargað gæti slíkum fyrirtækjum frá fjárhagslegu hruni eða gjaldþroti, með því að auk of mikils stofn- og raforkukostn- aðar mun það sýna sig, að lax vex of hægt við slíkar aðstæður. V. Um stofn- og rekstrar- kostnað og fjármögnun laxeldisstöðva Að framan hefur verið lýst þeim skoð- unum, að (1) seiðaeldi yrði innan fárra ára (sennilega 2 - 3ja) að byggja einvörðungu á innanlandsmarkaði fyrir hafbeitarseiði, og (2) að matfiskeldi eigi ekki framtíð hér á landi, þegar frá eru taldar nokkrar sjóeldis- kvíar í Lóni í Kelduhverfi og Vestmanna- eyjahöfn. I einstökum tilvikum er að sjálf- sögðu mikilvægt að fyrir liggi raunhæfar tæknilegar og fjárhagslegar áætlanir um stofn- og rekstrarkostnað fiskeldisstöðva, en um þessi atriði gildir augljóslega engin ein formúla, þar sem aðstæður eru jafn breytilegar og fyrirhugaðir staðir fyrir eldisfyrirtæki eru margir. Þessar grund- vallarforsendur eru óháðar fjármögnunar- fyrirkomulagi. Það fé sem einstaklingar og einkabankar leggja til fiskeldisfyrirtækjaer að sjálfsögðu á valdi og ábyrgð þessara aðila og óviðkomandi almenningi, öðrum en hluthöfum bankanna. Öðru máli gegnir um lán og ábyrgðir sem bankar og sjóðir í eigu ríkisins veita. Þar verða viðkomandi stofnanir að láta fara fram trúverðugt mat óháðra aðila áður en fyrirgreiðslur eru veittar og viðhafa þeim mun meiri varkárni sem um er að ræða stærri fjárhæðir. Það er tilgáta mín, að rangar ákvarðanatökur um stórfram- kvæmdir, eins og drepið hefur verið á hér að framan, hafi verið reistar á óáreiðan- legri, og bersýnilega rangri, ráðgjöf „sér- fræðinga“. Annars væri naumast ráðist í slíkar framkvæmdir, jafnvel þó að segja megi, að á þjóðinni skelli nú háar öldur bjartsýni og áróðurs um mikla arðsemi og fjáruppgrip laxeldisfyrirtækja á Islandi. Af framangreindum ástæðum sérstaklega sýnist það óvarkárt, og naumast verjandi, að ríkisbankar og sjóðir, sem fara með fe'al- mennings, taki góðar og gildar fram- kvæmdaáætlanir sem fyrirhuguð ellegar starfandi laxeldisfyrirtæki leggja fram með umsóknum um fyrirgreiðslu. Einkum ber að gjalda varhuga við háum ábyrgðum í krónum talið. Það er nefnilega handhægara að samþykkja ábyrgðir en veita lán. En í kjölfar ríkisábyrgða fylgja jafnan lántökur. Og þegar svo gjaldþrot skella á, verða skatt- borgararnir að borga brúsann. A núverandi óvissustigi íslensks laxaiðnaðar ættu opin- berir styrkir, lán og ábyrgðir til þessarar starfsemi að miðast við tilraunaviðleitni og vera því tiltölulega smá í tölum. Slíkt þyrfti að sjálfsögðu ekki að koma í veg fyrir það, að einkageirinn - einstaklingar og einkabankar - fjármagni meiri háttar lax- eldisframkvæmdir. VI. Um markaðshorfur fyrir lax Markaður fyrir lax er nálægt því að vera 45 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.