Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 23
Sigmar Ingason
Stangveiðif élagi Keflavíkur
Sturla Þórðarson
Stangveiðifélagi A-Húnvetninga
Brynjar Pálsson
Stangveiðifélagi Sauðárkróks
stjórn íslands að beita sér fyrir því að dreg-
ið verði úr sjávarveiðum á laxi í N-Atlants-
hafí með styttingu veiðitíma og minnkun
hámarksafla. Komið hafí í ljós að á síðustu
mánuðum hafí veiðst merktur lax frá Is-
landi bæði við Grænland og norður af Fær-
eyjum. Vakin er athygli á því að færeyski
laxveiðiflotinn hefði á síðustu vertíð verið
að veiðum fast upp við 200 mílna landhelg-
islínuna við Island og yki það líkur á auknu
hlutfalli á íslenskum laxi í afla hans. Auk
þess lýstu samböndin áhyggjum sínum
vegna hugsanlegrar aukningar laxveiði í sjó
við Austur-Grænland og er þar átt við svo-
nefnt Skjöldungssvæði.
20. nóvember gengu þrír stjórnarmenn
á fund landbúnaðarráðherra, Jóns Helga-
sonar, og ræddu við hann eftirtalin mál.
1. Aðurgreindar tillögur og önnur mál sem
upp komu á aðalfundinum. 2. Aherslu
L.S. á viðurkenningu þess að stangveiði
væri almenningsíþrótt og hefði þar af leið-
andi meira þjóðhagslegt gildi en almennt
væri viðurkennt. 3. Verðlag á laxveiðileyf-
um. 4. Silungsveiði, nauðsyn einfaldra
veiðihúsa, Ferðaþjónustu bænda. 5. Utboð
- tilboð í veiðirétt, beina sölu veiðileyfa af
hendi bænda. 6. Ræktun og ræktunartil-
raunir, aukin fjárframlög og markvissar
aðgerðir, vísindi en ekki kák. 7. Erfða-
mengun hafbeitarvillinga, mengun vegna
fóðurs og saurs. 8.Nýja löggjöf veiðimála
og hlutdeild L.S. í undirbúningi hennar
nú og framvegis.
Undirtektir ráðherra voru vinsamlegar
og telur stjórnin slíka upplýsingafundi að
loknum aðalfundi nytsama þótt um áþreif-
anlegan árangur sé ekki að ræða hverju
sinni. En dropinn holar steininn.
Heimsóknir til stangveiðifélaga urðu
færri en til stóð þrátt fyrir að við hefðum
látið í ljós við stjórnarmenn ýmissa félaga
áhuga okkar fyrir að koma á þeirra fund. Þó
gerði formaður ásamt Sigurði Pálssyni
góða ferð norður á Blönduós 14. nóvember
á fund hjá Stangveiðifélagi Austur-Hún-
vetninga þar sem þeir kynntu starfsemi
L.S. og kynntust þróttmiklu starfi stang-
veiðimanna í A-Húnavatnssýslu. S.V.A.
H. hefur nú gerst aðili sð L.S.
Stjórnarmenn höfðu að sjálfsögðu
tengsl við sín félög og Rafn Hafnfjörð fór
að venju í heimsóknir til nokkurra félaga.
Til að freista þess að fá önnur félög utan
sambandsins inn í L.S. var eftirtöldum
félögum skrifað og jafnframt talað við for-
VEIÐIMAÐURINN
21