Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 9

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 9
Steinþór Sigurðsson Agústdagur við Búðardalsá Vegna þrábeiðni læt ég tilleiðast að segja frá viðureign minni við stóra fiskinn. Tregðan stafar af því að margir hafa tor- tryggt viss atriði í frásögninni, mér til ama og ergelsis. En þessi skýrsla er sennilega bara merkileg fyrir tvennt, annars vegar fyrir það að hún er dagsönn og svo auðvitað fyrir þennan mikla lax. Það var snemma morguns 4. ágúst 1980, að ég hélt til veiða ásamt konunni áleiðis í Búðardalsá. Þetta er nett á vestur í Dölum, nánar tiltekið á Skarðsströnd og rennur hún til sjávar í Gilsfjörð, sem þennan ágústdag var hvítfreyðandi í snörpu norðanroki. Um hádegisbilið vorum við komin nið- ur í árgljúfrin sólarmegin, og konan hreiðr- aði um sig í skjóli kletta við rennilegan hyl. Hún sagði mér að leita á önnur mið og láta sig í friði. Eg hlýði oft konunni og hélt því niður með ánni og renndi maðki hálfpart- inn á undan mér í líklega strauma, þar sem ég gekk, án þess að verða var. En í hyl neðst í gljúfrunum fékk ég strax þokkalegan, grá- lúsugan fisk, og stuttu síðar annan nýrunn- inn. Við þetta hitnaði mér talsvert, þrátt fyrir rokið, og gamalkunn veiðigleði vakn- aði. Þarna voru fleiri fiskar, en það var kom- in styggð á þá, og rétt að hvíla hylinn, svo Steinþór Sigurðsson er landskunnur list- málari. Hann er einnig áhugasamur stang- veiðimaður og félagi í Upp og niður veiði- hópnum, sem sagt var frá í síðasta tölublaði Veiðimannsins, þarsem líka birtust nokkrar teikningar Steinþórs. Hann gerði einnig myndirnar á bls. 9 og 10 íþessu blaði. Með- fylgjandi grein sýnir, að Steinþór kann að beita pennanum víðar en í teikningunni. ég hélt áfram niður með ánni, út úr gljúfr- unum og í átt til ósa. Þar neðra rennur áin á berangri uns komið er að stórum kletta- stapa nokkuð háum. Undir honum er fallegur veiðistaður, sem kallast Neðstihyl- ur. Sjór fellur upp í hann á stórstraums- VEIÐIMAÐURINN 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.