Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Qupperneq 10

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Qupperneq 10
flóði, en nú var fjara, og langt útflæði, þar sem áin rann grunn og dreifð um malar- kamba og leirur til hafs. Eg brölti upp á klettastapann og skreið fram á snös með rokið í rassinn til að skyggna staðinn. Uti á hylnum var of mik- ill öldugangur til að sjá í vatnið, en nokk- urn veginn beint fyrir neðan mig var lygnara í skjóli klettanna. „Þarna er gott dýpi og jafn straumur, kjörstaður fyrir þann krómaða“, hugsaði ég, og viti menn, þarna lágu saman þrír litl- ir fiskar og einn mjög stór. Dælan tók auka- slag í brjóstinu við þessa sýn, og var ég þó ekki á þeirri stundu búinn að átta mig á hvílíkur dreki lá þarna. Við nánari skoðun sá ég, að „litlu fiskarnir“ voru vel stórir, en sýndust litlir við hlið þess stóra, sem var sannkallaður stórlax! Langstærsti laxflsk- ur, sem ég hafði nokkurn tíma séð. Hann lá þarna eins og rennilegur risakafbátur með þrjá dvergkafbáta sér við hlið, til þjónustu reiðubúna. Ég lá góða stund á maganum uppi á mínum Gíbraltarkletti, bergnuminn er víst óhætt að segja, og dáðist að þessum undirdjúpaflota. Smátt og smátt risu veiði- hárin á skrokknum, og ég bakkaði laumu- lega úr augsýn, fór niður af stapanum og óð út í miðja á, vel ofan við hylinn, beitti þar tveim völdum möðkum og lét svo strauminn bera sendinguna rólega niður að legustaðnum. Eftir þó nokkuð langa stund eftirvæntingar og taugaspennu mátti finna greinilegan slaka á línunni. „Öngullinn er annað hvort fastur í botni eða þá fiski“, hugsaði ég. Nei, varla, því ekki hafði orðið vart við minnsta kipp. Ég tók varlega á þar til línan teygðist. Allt fast, og enginn kippur á móti. Tók aftur á, en allt var kolfast. Ég ákvað þá að byrja upp á nýtt, tók þétt á línunni og bjóst til að slíta úr festunni. Þá er skyndilega rykkt duglega í og hægt, en með stígandi hraða, er línan dregin miskunnarlaust úr höndum mér. Það lék ekki vafl á því, að þetta var hann sjálfur, sá stóri, því átakið var mjög sterkt, þungt og markvisst þar sem hann tók skrið, fór niður allan hylinn, sneri svo við í falleg- um sveig, fór aftur á tökustaðinn og lagðist þar. Til að standa betur að vígi fór ég upp úr straumnum og á malarbakkann mið- svæðis við hylinn, beint á móti klettinum. Fiskurinn lá sem fastast á meðan, og nú reyndi ég að koma honum til með smá átökum. Þá fór hann aðra ferð, í þetta sinn alveg niður á breiðu, en lagðist svo á sama stað. Þetta varð, í fáum orðum sagt, þung, en frekar róleg togstreita næstu 15-20 mínút- urnar. Hann stjórnaði gangi mála, tók ákveðnar rokur, stundum alveg niður að útrennu, en lagðist þess á milli, alltaf á sama stað, tökustaðinn. En allt í einu og fyrirvaralaust ákvað hinn mikli fískur að yfírgefa mig og þessa á. Hann rauk eina ferðina enn niður á breiðu, en í þetta sinn alveg niður úr hylnum og í átt til hafs. Ég hljóp á eftir, eins hratt og bússurnar báru mig, og sá hann nú loksins aftur, vissulega stórglæsilegan og kraft- mikinn, þar sem hann dró mig niður eftir ánni. Hann fór með boðaföllum og sporða- köstum yfír grynningar og leirur alla leið niður í ósinn og beint út í háar öldurnar sem brotnuðu á ströndinni. Þangað kom ég á hlaupum gapandi upp í vindinn og í hugarástandi þess sem grunar að leiknum sé lokið, og fór að spóla inn á hjólið. Ég fann þá aftur, mér til undrunar, þungan kraftinn á línunni, eins og hann ætlaði næst að draga mig út í brimgarðinn og gera upp málin þar á jafnréttisgrund- velli. „Hingað og ekki lengra!“, hrópaði ég upp í vindinn, spyrnti fast við fæti, og í 8 VEIÐIMAÐURINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.