Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 32

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 32
datt flugan úr henni og vonandi hefur hún náð að hrygna einhvers staðar í ánni í haust. Klukkan var að verða eitt og við vorum hættir veiðum á Núpasvæði. Það var síðan standandi brandari, það sem eftir var þessa veiðitúrs, að í hvert skipti sem ég fékk fisk, þá var það kallaður urriði. Það var næsta morgun, eða þann 27. júlí 1986, sem Islandia gaf mér hina fallegustu veiði sem ég hef nokkurn tíma fengið. Við áttum 6. svæðið, eða efra Hólmavað, eins og það heitir, og er það að mínum dómi eitt skemmtilegasta flugusvæðið í ánni. Það er auðvelt að veiða þarna og svæðið nánast allt einn tökustaður. Jón G. Baldvinsson og Halldór Þórðarson fóru upp á Oseyri, en við Jimmy Sjöland ætluðum að veiða á Suðureyri. Suðureyrin er gamall og þekktur veiði- staður, afar skemmtilegur, en var nánast ónýtur fyrstu árin sem við veiddum í Laxá, eða frá 1979 þar til fyrir 2-3 árum, vegna sands sem rekið hefur niður ána og var bú- inn að fylla upp legustaði laxins. Kristján bóndi á Hólmavaði hefur nú lagt í fram- kvæmdir og lagfært staðinn og er hann óðum að komast í sitt fyrra horf og virki- lega gaman að veiða þennan stað. Það var í annarri yfírferðinni hjá mér, að lax tók rétt fyrir neðan skiltið, ekki langt frá árbakkanum, og fann ég strax að um vænan lax var að ræða. Ég sá hann koma upp í yfírborðið og grípa fluguna. Það er einmitt á þessum augnablikum sem taug- arnar verða að vera í lagi, það má ekki taka of fljótt á honum, því að þá nær hann ekki að snúa sér og festa almennilega í kjaft- vikinu. Þetta tókst mér að þessu sinni. Laxinn rauk út í miðjan streng og stökk, og sá ég þá strax að þetta var rétt hjá mér, þetta var vænn lax. Nú kom hver rokan á fætur annarri, niður ána, út í streng, stökk, upp ána, og það var ekki laust við að maður kiknaði í hnjáliðunum í öllum látunum, og hjartað ólmaðist sem í akkorði væri. Jimmy var nú kominn mér til aðstoðar og hafði háfinn meðferðis, en hans tími var ekki kominn ennþá, laxinn var ekkert að gefa sig. Þessi væna hrygna átti mikinn kraft eftir, hún strikaði í vatnsskorpunni, hálf upp úr, ég réði ekkert við hana. Það má nánast segja að hún hafl þreytt sig sjálf með látunum, og var ég himinlifandi þegar í næstu sportvöruverslun HAFDU VAÐIÐ FYRIR NEDANÞIG Léttar og öruggar nælonvöðlur. Einkaumboð I. Guðmundsson & co hf. Símar: 24020/11999. 30 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.