Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 7

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 7
að ekki er hann upprunninn í Fœreyjum. Þar hefur hann engar ár til þess að ganga í og hrygna. Séu til þar einhverjar sprœnur, eru þœr eflaust bœði svo vatnslitlar og snauðar af hrygningarstöðum, að ólíklegt er að þar séu skilyrði til laxrcektar, þótt flogið hafi fyrir að þeir hafi hug á að reyna það. Sönnur á því veit ég ekki, en hitt er víst eins og áður segir, að laxinn, sem þeir hafa verið að moka upp síðustu árin, er ekki í þeirra landareign upprunninn. Osennilegt er að fiskifrceðingar gcetu ekki með rannsóknum komizt að raun um hvaðan hann er cettaður, ef þeir vita það ekki nú þegar. Hingað til mun hafa verið talið að hann vceri ekki af íslenzka stofninum. Er hann þá frá Noregi eða Bretlandseyjum? Sé svo vceri ekki vanþörf á að mennfceru að ranka við sér í þeim löndum, því að eftir fregnum þaðan að dcema, hefur laxveiði þar farið mjög þverrandi á síðari árum og mikið fyrirhyggjuleysi verið rtkjandi í þeim málum. Það er ekki nóg að halda ráðstefnur, stofna nefndir og samþykkja einhverjar reglur, sem svo ekkert er farið eftir. Því er t. d. haldið fram, að laxveiði Fœreyinga sé miklu meiri en um hefur verið samið og eftirlit með henni af skornum skammti, enda af ýmsum ástceðum erfitt að koma því við svo vel megi vera. Sama máli gegnir eflaust líka um veiðarnar við Grcenland. Hið eina rétta virðist vera, að fá samþykkt algert bann við laxveiðum í hafinu, því að þótt einhver misbrestur yrði líka á að þvíyrði framfylgt, mundisá tollur, sem tekinn vceri af laxastofninum með þeim hcetti, aldrei verða neitt í líkingu við það sem nú er látið viðgangast. Hitt er svo annað mál, að það yrði víst hcegara sagt en gert að koma á slíkri löggjöf. Hliðstceð dcemi blasa hvarvetna við um heim allan, þar sem maðurinn virðist loka augunum fyrir mörgum óbcetanlegum spjöllum, sem unnin eru á auðlindum og lífverum náttúrunnar, meðan nokkurs stundarhagnaðar er von, þótt öllum megi jafnframt auðscett vera að hverju stefnir með sama áframhaldi. Og það eru ekki aðeins löndin og hafið sem eru í hcettu vegna margvíslegra skemmdarverka. Mengun andrúmsloftsins, gufuhvolfs jarðarinnar, hefur sín skaðvcenlegu áhrif bceði þar og á jörðu niðri. Sú skoðun virðist nú vera að ryðja sér til rúms, að kjarnorkustyrjöld, sem fólk hefur hvað mest óttazt að mundi útrýma öllu lífi á jörðinni, sé ef til vill ekki það sem mest þurfi að hrceðast, vegna þess að stórveldin muni ekki voga sér að grípa til þeirra aðgerða með þeim afleiðingum sem þcer óhjákvcemilega hefðu fyrir þau bceði. En kjarnorkan getur, eins og ný dcemi sanna, reynzt mannkyninu og öllu lífríki jarðarinnar lífshcettuleg með öðrum hcetti, efmenn missa vald á henni. Því gceti svo farið, að hún ásamtýmsu öðru, sem hér á undan er nefnt, kunni að ráða niðurlögum mannkynsins án þess að til styrjaldar með kjarnorkuvopnum komi. Stundum heyrist sagt að skammdegið leggist þungt á sumt fólk, það verði andlega miður sín og svartsýnt á lífið og tilgang þess. Vera má að þessi skrif mín bendi til þess, að ég sé einn af þeim hópi. Sjálfur hef ég samt ekki talið mig þar, þótt ég neiti því ekki, að mér lízt útlitið að mörgu leyti ískyggilegt nú á tímum. En þrátt fyrir það hef ég þá trú, að til muni vera einhver ceðri stjórn, sem taka muni í taumana áður en í algert óefni er komið, telji hún mannkynið þess maklegt að því sé viðbjargandi. Og í þeirri trú, að svo sé, sendir Veiðimaðurinn lesendum sínum og þjóðinni allri óskir um Gleðileg jól og farscelt komandi ár. VEIÐIMAÐURINN 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.