Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 17
laxi. Væntanlega munu ár í nágrenni
Reykjavíkursvæðis fá mest af honum.
Menn spyrja sig því óhjákvæmilega,
hvort þessi þróun komi til með að hafa
óæskileg áhrif á viðkomandi ár. Þar sem
áhrif á veiði yrðu a.m.k. í upphafí sennilega
jákvæð, má segja að einu hugsanlegu
neikvæðu áhrifm væru einhverskonar
erfðafræðileg mengun, þ.e. hafbeitar-
laxinn mundi blanda blóði við þá stofna
sem fyrir eru. Sú spurning vaknar hvort
stofninum væri hætta búin. Ekki er vafi
á því að hafbeitarstofn, sem ætti uppruna
sinn í nágrenni viðkomandi vatnasvæðis,
gerði hér minnstan skaða.
Hafbeit og ratvísi
Mikið hefur hér verið rætt um svo-
kallaðar lyktarslóðarkenningar, þ.e. að
gönguseiði myndi slóð í sjó fyrir lax til að
rata eftir, og hver stofn hafi meðfædda
lykt. Samkvæmt þeim kenningum gæti
blöndun hafbeitarstofns og náttúrulegs
stofns haft óæskileg áhrif á ratvísi. Þess
skal getið, að það er nánast ekkert í haf-
beitarrannsóknum hér á landi né annars
staðar sem bendir til þess, að áðurnefndar
kenningar eigi við rök að styðjast. An þess
að fara út í smáatriði vil ég aðeins minnast á
nokkur atriði.
1. Seiði af Kollafjarðarstofni, alin þar
og sleppt í ýmsum hafbeitarstöðvum og
ám, svo sem Lárósi á Snæfellsnesi, Voga-
laxi á Vatnsleysuströnd og Elliðaám hafa
sáralítið villst í Kollafjarðarstöðina þó hún
sé í sumum tilvikum mjög nærri (mynd 2
og tafla 1).
2. Upplýsingar úr sleppitilraunum í til-
raunastöðinni í Ims í Noregi hafa sýnt að
stofnar, sem aldir eru í eldisstöð og sleppt
í önnur vatnakerfi heldur en heimaána,
skila sér ætíð á sleppistaðinn. Þeir skila sér
lítið sem ekkert í ána sem klakið var tekið
úr né eldisstöðina þar sem seiðin voru alin.
3. Annað gott dæmi sem sýnir, hve flók-
in ratvísi laxins er, varðar flutning á göngu-
laxi úr Kollafirði austur í Kálfá í Gnúp-
verjahreppi fyrir allmörgum árum. Af um
150 löxum sem fluttir voru, gengu tveir
síðsumars aftur í Kollafjarðarstöðina og
höfðu þá hopað niður Þjórsá til sjávar og
fyrir Reykjanes til Kollafjarðar að nýju.
Bandarískar upplýsingar varðandi
Kyrrahafslax styðja þessa reynslu. Þar
hafa menn komist að því að laxinn notar
bæði segulsvið jarðar og ýmis himintungl
til að rata, ásamt lykt heimaárinnar.
Tekið skal fram, að það sem hér hefur
verið sagt, á sérstaklega við göngur laxins
meðan hann er í sjó. Það kastar í engu
rýrð á það, að laxinn notar lyktarskynið til
að þekkja ána sína á síðustu stigum göng-
Endurheimtustaðir
Kollafjörður Elliðaár Ártúnsá
Sleppistaður Fjöldi Prósent Fjöldi Prósent Fjöldi Prósent
Kollafjörður .................................. 958 94,9 39 3,9 4 0,4
Elliðaár
Bein slepping ................................... 1 2,2 44 97,8 0 0
Elliðaár
Sleppitjörn ..................................... 5 3,2 151 96,8 0 0
Artúnsá
Bein slepping ................................... 4 33,3 1 8,3 7 58,3
Artúnsá
Sleppitjörn .................................... 22 24,2 4 4,4 65 71,4
Tafla 1. Fjöldi eldisseiða, sem ekki rötuðu á sleppistaðinn í merkingartilraun 1975.
VEIÐIMAÐURINN
15