Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 42
ar athuganir sýna næsta ótvírætt, að hrygn-
an rann á „laxalyktina“.
Sumarið 1981, sama sumarið og hrygn-
an okkar gekk í tilraunapollinn, sleppti
Pólarlaxstöðin nokkru af stórum og mjög
fallegum sjógönguseiðum til hafbeitar á
Straumsvíkinni. Endurheimtur þessara
seiða reyndust með ólíkindum miklar
sumarið 1982 (sennilega 20-30%). Áreið-
anlegar tölur um endurheimtaprósentur
liggja að vísu ekki fyrir, vegna þess að í lok
veiðitímans gengu stórar laxatorfur í ystu
lónin og sáust á ferð, en urðu ekki hand-
samaðar. Laxinn gekk, að því er virtist, í
stórum torfum og stökk mikið á Víkinni og
sunnar með ströndinni.
Fyrri hluta sumarsins 1982 gekk lax
ekki í Straumsvíkurlónin, þótt miklar torf-
ur væru úti fyrir á Víkinni. Eg stakk þá
upp á því við Pólarlaxmenn, að komið yrði
fyrir körfu með laxaseiðum í tilraunapoll-
inum og jafnframt gengið frá gildru í
mynni hans. Þetta var gert 2. ágúst. Og það
var eins og við manninn mælt: Þann 5.
ágúst höfðu 170 laxar gengið í Pollinn.
Þetta sumar, sem og sumurin 1983 og
1984, sleppti Pólarlax ekki gönguseiðum á
Straumsvíkinni, heldur fyrir framan eldis-
stöðina. Sumarið 1983 gengu sárafáir lax-
ar í Straumsvíkurlón og sama máli gegndi
sumarið 1984. 1985 gekk enginn lax í lónin,
svo að vitað væri. Þessi ár var körfu eða
körfum með laxaseiðum ekki komið fyrir
í lónunum. Á þessu tímabili var hafbeitar-
laxinn, sem gekk af hafi, veiddur eða af-
króaður í sjávarstokk, sem gerður var fyrir
framan eldisstöð Pólarlax.
Sumarið 1985 var allmiklu af göngu-
seiðum sleppt á Straumsvíkinni, en ekki
fyrir framan eldisstöðina. M.a. af þessari
ástæðu gekk smálaxinn, frá seiðum sem
sleppt var á Víkinni árið áður, treglega í
stokkinn við eldisstöðina á sumrinu 1986,
en 2ja ára lax í hafi (vænn lax) fúslegar,
enda óx hann af seiðum sem sleppt var
fyrir framan stöðina. Því var að minni til-
lögu horfið að því að koma fyrir körfu með
laxaseiðum í tilraunapollinum. Það var
gert í byrjun ágúst. Og eins og árið 1982
fór laxinn strax að ganga í Pollinn. Skv.
síðustu fréttum höfðu alls um 200 laxar
horfíð þangað.
Af framanskráðu má ráða, að „laxalykt“
sé mikilvæg, og að því er virðist nauðsynleg
&
Ö*
Einkaumboð
I. Guðmundsson & co hf.
Símar: 24020/11999.
511517VR
Silstar veiöihjól í þínum höndum.
Fæst í næstu sportvöruverslun
40
VEIÐIMAÐURINN