Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 40

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 40
2581 lax, eins og um getur á öðrum stað hér í blaðinu. í þessu sambandi skal þess og getið, að í 83. hefti Veiðimannsins er grein um Miðfjarðará eftir þá Kristján Sigurmunds- son og Magnús Olafsson. Þar er fjallað nokkuð um árnar hverja um sig, umhverfi þeirra og getið allmargra veiðistaða af þeim um 150, sem þeir segja að nafn- greindir séu. Allt veiðisvæðið er um 60 km að lengd. Einnig er þar getið meðalveiði á 5 ára tímabilum þau 25 ár, sem þá voru liðin frá því að áin var friðuð fyrir neta- veiði. Bezta 5 ára tímabilið á þessum 25 árum var árin 1958-1962, þá var meðal- veiðin um 1700 laxar. Með hliðsjón af því sem sagt hefur verið hér á undan kann einhver að líta svo á að það sé að bera í bakkafullan lækinn að skrifa enn um á þessa, þar sem svo mikið sé þegar um hana til í fyrri árgöngum blaðsins, en hvatinn að því, að ég fór að taka þetta saman var sá góði árangur, sem orðið hefur af seiðasleppingum á vatna- svæðið og á er minnzt hér í upphafi grein- arinnar. Talið er að um þriðjungur veið- innar 1985 hafí verið af þeim uppruna kominn. Það er því sízt ofmælt í grein Magnúsar F. Jónssonar, að þarna séu „hin beztu skilyrði til uppeldis fyrir lax“, og reyndar talar hann um sjóbirtinginn líka, en um veiði á honum hafa blaðinu engar fréttir borizt. En vitað er, að af einhverjum ástæðum hefur veiði á þeim stofni hrakað mjög á síðari árum víðast hvar, hvað sem því veldur. 38 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.