Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Side 40

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Side 40
2581 lax, eins og um getur á öðrum stað hér í blaðinu. í þessu sambandi skal þess og getið, að í 83. hefti Veiðimannsins er grein um Miðfjarðará eftir þá Kristján Sigurmunds- son og Magnús Olafsson. Þar er fjallað nokkuð um árnar hverja um sig, umhverfi þeirra og getið allmargra veiðistaða af þeim um 150, sem þeir segja að nafn- greindir séu. Allt veiðisvæðið er um 60 km að lengd. Einnig er þar getið meðalveiði á 5 ára tímabilum þau 25 ár, sem þá voru liðin frá því að áin var friðuð fyrir neta- veiði. Bezta 5 ára tímabilið á þessum 25 árum var árin 1958-1962, þá var meðal- veiðin um 1700 laxar. Með hliðsjón af því sem sagt hefur verið hér á undan kann einhver að líta svo á að það sé að bera í bakkafullan lækinn að skrifa enn um á þessa, þar sem svo mikið sé þegar um hana til í fyrri árgöngum blaðsins, en hvatinn að því, að ég fór að taka þetta saman var sá góði árangur, sem orðið hefur af seiðasleppingum á vatna- svæðið og á er minnzt hér í upphafi grein- arinnar. Talið er að um þriðjungur veið- innar 1985 hafí verið af þeim uppruna kominn. Það er því sízt ofmælt í grein Magnúsar F. Jónssonar, að þarna séu „hin beztu skilyrði til uppeldis fyrir lax“, og reyndar talar hann um sjóbirtinginn líka, en um veiði á honum hafa blaðinu engar fréttir borizt. En vitað er, að af einhverjum ástæðum hefur veiði á þeim stofni hrakað mjög á síðari árum víðast hvar, hvað sem því veldur. 38 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.