Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 46

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 46
kerjum á landi eigi ekki framtíð fyrir sér, jafnvel ekki þar sem raforka er ódýr eins og í Noregi. Slík matfiskframleiðsla stenst ekki samkeppni við sjókvíaframleiðslu, þar sem náttúrlegar aðstæður eru hag- stæðar. IV. Um matfiskeldi áíslandi 1. Sjávarhiti Samanborið við lönd eins og Noreg, Færeyjar, Shetlandseyjar, vesturströnd Kanada og suður strandlengju Chile er sjávarhiti við Islandsstrendur mjög óhag- stæður fyrir matfiskeldi á laxi. Ekki aðeins er sumarhitinn of lágur fyrir viðhlítandi vaxtarhraða, heldur er einnig hætta á því, að við vestur-, norður- og austurstrend- urnar fari vetrarhitinn niður fyrir núll, en við slíkt hitastig drepst lax. Við suður- ströndina er hiti hagstæðari að sumrinu og sáralitlar líkur fyrir því, að hann nálgist núll að vetrinum. En því miður er aðeins einn staður á þessu svæði, nefnilega Vest- mannaeyjahöfn, þar sem nægilega skýlt er fyrir sjókvíar. Ég er ókunnugur aðstæðum fyrir sjókvíaeldi á þessum stað, en frést hefur að starfsemi sé nú í undirbúningi. 2. Siókvíaeldi við íslandsstrendur Þrátt fyrir framangreint óhagstætt hita- far sjávar, hafa eldiskörfur verið settar all- víða í sjó. Ahætta slíkrar starfsemi er ber- sýnilega talsverð, m.a. vegna hættu á vetrardauða af sjávarkulda. Vaxtarhraði lax er ennfremur lítill samanborið við það sem við á í ofannefndum samkeppnislönd- um vegna lágs sumarhita sjávar hér við land. Þá er það okkur óhagræði, að íslensk- ir laxastofnar eru lélegir til kvíaeldis vegna þess hve fljótt þeir verða kynþroska og hætta þá að vaxa. Það má þó telja um- ræddri viðleitni eða eldistilraunum til málsbóta, að því fylgir ekki ýkja mikil F)ár- festing, þó að nokkrum eldiskörfum sé dýft í sjó, jafnvel þótt árangurinn verði ekki eins jákvæður og skyldi. Þá er sums staðar notað blautfóður, unnið úr fiskúrgangi frystihúsa, og dregur þetta umtalsvert úr fóðurkostnaði. 3. Matfískeldi í kerjum á landi Ef kerjaeldi álandi, meðdælingu sjávar, er ekki talið samkeppnisfært við sjókvía- eldi í Noregi og Skotlandi, er auðsætt, að það er miklu síður nothæf framleiðsluað- Fæst í næstu sportvöruverslun Léttír og sterkir River Systems vöðluskór og vöðlusokkar. Hlýir og liprir. Umboðsmenn I. Guðmundsson & CO hf. Símar: 24020/11999. 44 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.