Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Side 46

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Side 46
kerjum á landi eigi ekki framtíð fyrir sér, jafnvel ekki þar sem raforka er ódýr eins og í Noregi. Slík matfiskframleiðsla stenst ekki samkeppni við sjókvíaframleiðslu, þar sem náttúrlegar aðstæður eru hag- stæðar. IV. Um matfiskeldi áíslandi 1. Sjávarhiti Samanborið við lönd eins og Noreg, Færeyjar, Shetlandseyjar, vesturströnd Kanada og suður strandlengju Chile er sjávarhiti við Islandsstrendur mjög óhag- stæður fyrir matfiskeldi á laxi. Ekki aðeins er sumarhitinn of lágur fyrir viðhlítandi vaxtarhraða, heldur er einnig hætta á því, að við vestur-, norður- og austurstrend- urnar fari vetrarhitinn niður fyrir núll, en við slíkt hitastig drepst lax. Við suður- ströndina er hiti hagstæðari að sumrinu og sáralitlar líkur fyrir því, að hann nálgist núll að vetrinum. En því miður er aðeins einn staður á þessu svæði, nefnilega Vest- mannaeyjahöfn, þar sem nægilega skýlt er fyrir sjókvíar. Ég er ókunnugur aðstæðum fyrir sjókvíaeldi á þessum stað, en frést hefur að starfsemi sé nú í undirbúningi. 2. Siókvíaeldi við íslandsstrendur Þrátt fyrir framangreint óhagstætt hita- far sjávar, hafa eldiskörfur verið settar all- víða í sjó. Ahætta slíkrar starfsemi er ber- sýnilega talsverð, m.a. vegna hættu á vetrardauða af sjávarkulda. Vaxtarhraði lax er ennfremur lítill samanborið við það sem við á í ofannefndum samkeppnislönd- um vegna lágs sumarhita sjávar hér við land. Þá er það okkur óhagræði, að íslensk- ir laxastofnar eru lélegir til kvíaeldis vegna þess hve fljótt þeir verða kynþroska og hætta þá að vaxa. Það má þó telja um- ræddri viðleitni eða eldistilraunum til málsbóta, að því fylgir ekki ýkja mikil F)ár- festing, þó að nokkrum eldiskörfum sé dýft í sjó, jafnvel þótt árangurinn verði ekki eins jákvæður og skyldi. Þá er sums staðar notað blautfóður, unnið úr fiskúrgangi frystihúsa, og dregur þetta umtalsvert úr fóðurkostnaði. 3. Matfískeldi í kerjum á landi Ef kerjaeldi álandi, meðdælingu sjávar, er ekki talið samkeppnisfært við sjókvía- eldi í Noregi og Skotlandi, er auðsætt, að það er miklu síður nothæf framleiðsluað- Fæst í næstu sportvöruverslun Léttír og sterkir River Systems vöðluskór og vöðlusokkar. Hlýir og liprir. Umboðsmenn I. Guðmundsson & CO hf. Símar: 24020/11999. 44 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.