Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 29

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 29
Ólafur H. Ólafsson Islandia enn ein blá Þegar Kristján Kristjánsson í „Litlu Flugunni“ ákvað að hafa fluguhnýtingar- keppni í sambandi við veiðitækjasýningu Landssambands stangarveiðifélaga vorið 1985, fannst mér tími til kominn að búa til flugu, sem ég hafði hugsað mér að ætti að heita íslandsflugan, en það nafn breyttist síðan í Islandia. Þetta var tilkomið vegna þess, að þegar er, og hefur lengi verið, á markaðnum spónn með nafninu Islandsspónninn, hannaður af Albert Erlingssyni og fram- leiddur af ABU. Mér fannst með öllu ótækt, að ekki væri líka til einhver Islands- fluga. Litasamsetningin í flugunni var þegar sjálfgefm, hún átti að vera í fánalit- unum, en ég þurfti að gera nokkur eintök þar til ég fann þá útfærslu sem ég var sáttur við. Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að bæta einni blárri flugu við, í viðbót við þær sem þegar eru notaðar. Þessar bláu flugur hafa verið vinsælar á Islandi, og þá kannski einkum og sér í lagi í Laxá í Þingeyjarsýslu. Blue charm, klass- isk og góð fluga, hefur lengst af verið notuð á Islandi, einnig systur hennar, Hairy Mary brown, grey og síðar meir red- brown. Síðar komu Laxá blá, hönnuð af Þórði Péturssyni á Húsavík, Bláa nunnan, Ljósm. Jimmy Sjöland. Ólafur H. Ólafsson er framkvcemdastjóri í Reykjavík. Hann hefur átt sceti í stjóm Stangaveiðifélags Reykjavíkur í nokkur ár. Myndin sýnir Ólaf með 20 punda hceng, og segir nánar af honum í meðfylgjandi grein. hönnuð af Ólafi Ágústssyni á Akureyri, og nú síðustu tvö árin einnig Blára, hönnuð af Sigmundi Ófeigssyni á Akureyri. Ekki má heldur gleyma hinni fallegu flugu Blue R.A.T., sem hönnuð var af hinum heims- VEIÐIMAÐURINN 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.