Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Síða 29

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Síða 29
Ólafur H. Ólafsson Islandia enn ein blá Þegar Kristján Kristjánsson í „Litlu Flugunni“ ákvað að hafa fluguhnýtingar- keppni í sambandi við veiðitækjasýningu Landssambands stangarveiðifélaga vorið 1985, fannst mér tími til kominn að búa til flugu, sem ég hafði hugsað mér að ætti að heita íslandsflugan, en það nafn breyttist síðan í Islandia. Þetta var tilkomið vegna þess, að þegar er, og hefur lengi verið, á markaðnum spónn með nafninu Islandsspónninn, hannaður af Albert Erlingssyni og fram- leiddur af ABU. Mér fannst með öllu ótækt, að ekki væri líka til einhver Islands- fluga. Litasamsetningin í flugunni var þegar sjálfgefm, hún átti að vera í fánalit- unum, en ég þurfti að gera nokkur eintök þar til ég fann þá útfærslu sem ég var sáttur við. Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að bæta einni blárri flugu við, í viðbót við þær sem þegar eru notaðar. Þessar bláu flugur hafa verið vinsælar á Islandi, og þá kannski einkum og sér í lagi í Laxá í Þingeyjarsýslu. Blue charm, klass- isk og góð fluga, hefur lengst af verið notuð á Islandi, einnig systur hennar, Hairy Mary brown, grey og síðar meir red- brown. Síðar komu Laxá blá, hönnuð af Þórði Péturssyni á Húsavík, Bláa nunnan, Ljósm. Jimmy Sjöland. Ólafur H. Ólafsson er framkvcemdastjóri í Reykjavík. Hann hefur átt sceti í stjóm Stangaveiðifélags Reykjavíkur í nokkur ár. Myndin sýnir Ólaf með 20 punda hceng, og segir nánar af honum í meðfylgjandi grein. hönnuð af Ólafi Ágústssyni á Akureyri, og nú síðustu tvö árin einnig Blára, hönnuð af Sigmundi Ófeigssyni á Akureyri. Ekki má heldur gleyma hinni fallegu flugu Blue R.A.T., sem hönnuð var af hinum heims- VEIÐIMAÐURINN 27

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.