Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Síða 20

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Síða 20
þess er kostur, annars úr nærliggjandi ám með svipaða eiginleika. 2. Skipta landinu í hólf að því er fisk- sjúkdóma varðar og takmarka flutning á hrognum og eldisfiski milli þessara hólfa. 3. Takmarka sjókvíaeldi og hafbeit við stofna innan viðkomandi áhættuhólfs. 4. Akvarða lágmarksfjarlægð hafbeitar- stöðva frá laxveiðiám. 5. Akvarða lágmarksfjarlægð sjóeldis- stöðva frá laxveiðiám og takmarka fram- leiðslumagn. 6. Banna eldi erlendra stofna í sjókvíum í nágrenni laxveiðiánna. Lokaorð Hér hefur verið reynt að draga fram helstu atriðin í mjög flóknu samspili milli fiskeldis í landinu og náttúrulegra vatna- kerfa, sem við viljum vernda í því formi sem við þekkjum þau. Margt er þó óljóst um hugsanleg áhrif, og aðgerðir miða því oft að því að byrgja brunninn áður en barn- ið er dottið ofan í. Við sjáum fyrir okkur mistök nágranna okkar og ættum að geta lært af þeim. Hins vegar megum við ekki gleyma að fískeldi og hafbeit geta verið tæki til að bæta ástand vatnakerfanna, ef rétt er að því staðið. Þórarinn Kristjánsson, einn af stofnendum Stangaveiðifélags Reykjavíkur og nú nr. 3 áf'élagaskránni, varð áttrceður þann 26. október s.l. Þórarinn hefur alla tíð frá þvífélagið var stofnað verið traustur liðsmaður þess. Hann er áhugasamur og snjall veiðimaður og afbragðs fluguveiðimaður. Enn heldur hann til veiða, en segist þó rétta öðrum stöngina oftar en áður var. Myndina tók danskur Ijósmyndari, Erik Bedell, fyrir tveim árum. Veiðimaðurinn sendir Þórarni beztu árnaðaróskir í tilefni af nýafstöðnu merkisafmœli. 18 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.