Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 51

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 51
félag um ána 1971 og stóðu að því jarðir, sem land eiga að öllu svæðinu, enda þótt við stofnun félagsins hafi ekki verið lax- gengt um ána nema að Kerfossi, sem er í 10 km fjarlægð frá sjávarósi. Þetta var gert í þeim tilgangi að opna laxi leið upp á efri hluta svæðisins og koma því öllu í ræktun. Enda fór það svo, að Kerfoss var sprengd- ur, eins og það er kallað, þegar hindrun er rutt úr vegi í straumvatni og ekki gerður fiskvegur. Þetta var framkvæmt 1973 og tveimur árum síðar var farvegur Alftár á neðsta hluta svæðisins lagfærður til að auð- velda laxi göngu upp ána. Tólf jarðir eiga aðild að ánni Aðild að félaginu eiga eftirtaldar jarðir: Arnarstapi, Álftá, Álftárbakki, Álftárós, Álftártunga, Ánastaðir, Brúarland, Hamr- aendar, Hrafnkelsstaðir, Hundastapi, Syðri-Hraundalur og Þverholt. Helming- ur jarðanna er í Álftaneshreppi og hinn hlutinn í Hraunhreppi. Við ræktun árinnar hafa nær eingöngu verið notuð gönguseiði af laxi, sem t.d. voru höfð í sérstakri eldisþró og fóðruð um tíma og þannig aðlöguð aðstæðum. Var notaður í þessu skyni umbúnaður aflagðr- ar heimilisrafstöðvar Álftártungu. Veiðileyfasala í höndum félagsins Veiðifélagið leigði um árabil ána út í einu lagi og m.a. hafði Stangaveiðifélag Reykjavíkur ána á leigu. En fyrir nokkrum árum tók veiðifélagið sjálft í sínar hendur sölu veiðileyfa. Um 50 veiðistaðir eru í ánni, en misgjöfulir, eins og eðlilegt er. Veiðimannahús er við ána, skammt frá Kerfossi. Auðvelt er að komast að veiði- stöðum í Álftá. Tekjur af veiði hafa verið mjög góðar. I arðskrá félagsins kemur fram hlutdeild hverrar jarðar í veiði eða tekjum af henni. í arðskrá eru 1000 einingar, en 12 jarðir, sem fyrr greinir, og því að meðaltali 83 einingar á jörð. Einingafjöldi á jörð er frá 8 einingum í 230 einingar. Eru sex jarð- anna með 83 einingar eða fleiri. I stjórn veiðifélags Álftár eru: Páll Þor- steinsson, Álftártungu, formaður, Guð- brandur Brynjúlfsson, Brúarlandi og Halldór Gunnarsson, Þverholtum. Veiðistaðurinn Verpi í Alftá. Ljósmyndir EH. VEIÐIMAÐURINN 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.