Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Page 51

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Page 51
félag um ána 1971 og stóðu að því jarðir, sem land eiga að öllu svæðinu, enda þótt við stofnun félagsins hafi ekki verið lax- gengt um ána nema að Kerfossi, sem er í 10 km fjarlægð frá sjávarósi. Þetta var gert í þeim tilgangi að opna laxi leið upp á efri hluta svæðisins og koma því öllu í ræktun. Enda fór það svo, að Kerfoss var sprengd- ur, eins og það er kallað, þegar hindrun er rutt úr vegi í straumvatni og ekki gerður fiskvegur. Þetta var framkvæmt 1973 og tveimur árum síðar var farvegur Alftár á neðsta hluta svæðisins lagfærður til að auð- velda laxi göngu upp ána. Tólf jarðir eiga aðild að ánni Aðild að félaginu eiga eftirtaldar jarðir: Arnarstapi, Álftá, Álftárbakki, Álftárós, Álftártunga, Ánastaðir, Brúarland, Hamr- aendar, Hrafnkelsstaðir, Hundastapi, Syðri-Hraundalur og Þverholt. Helming- ur jarðanna er í Álftaneshreppi og hinn hlutinn í Hraunhreppi. Við ræktun árinnar hafa nær eingöngu verið notuð gönguseiði af laxi, sem t.d. voru höfð í sérstakri eldisþró og fóðruð um tíma og þannig aðlöguð aðstæðum. Var notaður í þessu skyni umbúnaður aflagðr- ar heimilisrafstöðvar Álftártungu. Veiðileyfasala í höndum félagsins Veiðifélagið leigði um árabil ána út í einu lagi og m.a. hafði Stangaveiðifélag Reykjavíkur ána á leigu. En fyrir nokkrum árum tók veiðifélagið sjálft í sínar hendur sölu veiðileyfa. Um 50 veiðistaðir eru í ánni, en misgjöfulir, eins og eðlilegt er. Veiðimannahús er við ána, skammt frá Kerfossi. Auðvelt er að komast að veiði- stöðum í Álftá. Tekjur af veiði hafa verið mjög góðar. I arðskrá félagsins kemur fram hlutdeild hverrar jarðar í veiði eða tekjum af henni. í arðskrá eru 1000 einingar, en 12 jarðir, sem fyrr greinir, og því að meðaltali 83 einingar á jörð. Einingafjöldi á jörð er frá 8 einingum í 230 einingar. Eru sex jarð- anna með 83 einingar eða fleiri. I stjórn veiðifélags Álftár eru: Páll Þor- steinsson, Álftártungu, formaður, Guð- brandur Brynjúlfsson, Brúarlandi og Halldór Gunnarsson, Þverholtum. Veiðistaðurinn Verpi í Alftá. Ljósmyndir EH. VEIÐIMAÐURINN 49

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.