Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 30

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 30
fræga fluguhnýtara Dana, Poul Jörgensen. I því skyni að sýna ykkur fram á, les- endur góðir, að Islandia á alveg skilið að fá að vera með í þessum föngulega hópi blárra flugna, sem notaðar eru hér á landi, þá ætla ég að segja ykkur frá þeim fjórum löxum sem ég hef þegar sett í á hana. Þann 15. júlí 1985 vorum við félagarnir Jón G. Baldvinsson, Jimmy Sjöland og ég við veiðar á Núpasvæðinu í Laxá í Þing- eyjarsýslu. Við vorum að byrja veiðar þennan dag og höfðum fyrst rennt á Núpa- breiðu í nokkurn tíma án þess að verða var- ir, en vorum nú komnir að Laxatanga. Það var smá norðangjóla þennan dag og þungbúið, en þó ekki mjög kalt. Reyndar reyndist þetta veður það besta sem við áttum eftir að upplifa þessa fimm daga, sem við vorum við veiðar í Laxá, því annað eins veður og við fengum í þessari ferð höf- um við aldrei upplifað í júlímánuði í Þing- eyjarsýslu. Eg var með Islandiu nr. 4 á, tvíkrækju, og veiddi með flotlínu eins og oftast nær í Laxá. Það var mikið vatn í ánni, dálítið skolað, en nánast ekkert slýrek. Eg fór um 15-20 metra upp fyrir skiltið sem þarna er á bakkanum, en óð ekkert út í ána, heldur veiddi frá bakkanum sjálfum. Ekki sáum við neinn lax hreyfa sig þarna þessa stund, en þegar ég var kominn eina 15 metra niður fyrir skiltið, þá greip lax hjá mér mjög ná- lægt bakkanum sem ég stóð á. Eg fann fljótt að þetta var ekki stór lax, og með tví- hendunni minni var ég fljótur að þreyta hann. Það er skemmst frá því að segja, að þessi fyrsti lax sem veiddist á Islandiu var 6-7 punda hængur, spegilfagur og nýgenginn, en ekki lúsugur. Fleiri laxar veiddust ekki á Islandiu þetta sumar, að ég best veit, því að ekki á ég von á því að aðrir en ég sjálfur hafí notað hana þetta sumar. Því má og bæta við til fróðleiks, að í þessari ferð okkar norður í Laxá þetta sum- ar var mjög lítil fluguveiði, mest veiddist í Æðarfossunum á maðk og í uppánni veiddust laxar helst á spón. I Æðarfossun- um voru menn oft að fá kvótann á a.m.k. aðra stöngina og jafnvel báðar, sem eru 10 laxar á stöng þennan hálfa dag. Ekki vorum við svo heppnir að fylla kvótann, þegar við áttum Æðarfossa- svæðið, því að þann morgun voru veður- guðirnir fyrst í verulegum ham. Þegar við vöknuðum, lamdi norðanáttin húsið og maður þurfti að taka á honum stóra sínum til þess að hafa sig út í veðrið. Það var 2-3 stiga hiti, grenjandi rigning og 8 vindstig að norðan. Ævintýrin þennan óveðurs- morgun 19. júlí 1985 eru efni í sérstaka sögu og get ég því þeirra ekki frekar hér. Sumarið 1986 var runnið upp. Eg var búinn að reyna Islandiu bæði íNorðuráog í Elliðaánum, án þess að verða var í eitt einasta skipti á hana, en nú vorum við fé- lagarnir enn á ný komnir norður í Laxá í Þingeyjarsýslu og hún er á hinna bláu flugna. Við vorum að veiða á Núpafossbrún og búnir að reyna bæði við vesturlandið og austurlandið. Jón G. Baldvinsson hafði orðið var á Black and Silver, stóra einkrækju, en ekki fest í fiski ennþá. Það var farið að halla á morguninn og við vorum að enda veiðar á Núpasvæðinu, átt- um að byrja á Laxamýri eftir hádegi. Ég ákvað að veiða svæðið fyrir neðan brúna að vestan og setti á Islandiu nr. 4, tvíkrækju. A móts við malargryfjuna, sem er að austan, er lítill strengur við vesturlandið, við smáklöpp sem skagar þar út í ána. Þetta er nánast eins og renna sem myndast alveg við bakkann og mjög þröng. Þarna hafði ég þegar veitt tvo urriða, sem þó nokkuð er af á þessu svæði. Þegar ég nálgaðist þennan 28 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.