Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 45
ræða markað fyrir sjógönguseiði í þessu
skyni, með því að viðhlítandi og umtals-
verðar náttúrlegar og hagfræðilegar for-
sendur fyrir slíkt eldi eru ekki fyrir hendi
á Islandi, svo sem rakið verður hér á eftir.
III. Matfiskeldi
Hér er átt við eldi, þar sem lax er alinn í
kvíum eða kerjum í markaðsstærð. Mat-
fiskeldi er nú að kalla einvörðungu stundað
í kvíum í sjó, þar sem aðstæður eru við-
hlítandi: sjávarhiti hæfilegur og nægilegt
skjól gegn öldugangi. Of staðnað vatn og of
hæg vatnsskipti, svo og of grunnt vatn,
skapa þó ósjaldan mengunarvandamál,
sem geta reynst torleyst.
Norðmenn eru frumkvöðlar í þróun
kvíaeldis í sjó. Eftir því sem ákjósanlegustu
eldisstaðirnir eru teknir í notkun þar í
landi, er leitað norður með ströndinni, á
staði sem eru óhagstæðari. Er nú svo kom-
ið, að farið er að taka til athugunar að dæla
sjó í eldisker á landi, á stöðum þar sem
kvíaeldi er torvelt, og hefur vaknað tals-
verður áhugi fyrir matfiskaeldi í slíkum
kerjum.
I febrúar 1986 var haldin fjölmenn ráð-
stefna í Noregi, þar sem fjallað var um
þessi mál. I tímaritinu Norsk Fiskeopp-
drett, marshefti 1986, er greint all ítar-
lega frá þessari ráðstefnu. Þar komu fram
m.a. þessi atriði: 1) Einkum voru kynnt og
fjallað um tækniatriði varðandi eldisker á
landi, og gætti þar áberandi sölumennsku
framleiðslufyrirtækja sem eru að hanna
eldisstöðvar af þessum toga; 2) Engar slík-
ar eldisstöðvar hafa verið reistar í Noregi,
og skortir því að þessu leyti gögn til að
meta fjárhagshliðar reksturs af þessu tagi;
3) Þó er fullljóst, að landkerjastöðvar eru
miklu dýrari í stofnkostnaði og rekstri en
stöðvar sem byggja á sjókvíaeldi; 4) Norsk-
ir bankar veita ekki að svo stöddu lán til
landkerjastöðva vegna „allt of mikillar
áhættu“, samkvæmt frásögn tímaritsins;
5) Landcatch eldisstöðin - stærst þriggja
afkastalítilla landkerjastöðva í Skotlandi
(sem munu raunar einustu eldisstöðvarnar
af þessu tagi við norðanvert Atlantshaf)
-hefur nú lagt af matfiskeldi í landkerjum
en hafið í þess stað sjókvíaeldi í nágrenn-
inu. Landkerin á að nota til framleiðslu
sjógönguseiða (sjá Norsk Fiskeoppdrett,
maíhefti 1986).
Landcatch stöðin framleiðir mjög ódýra
orku í eigin vatnsaflsstöð, sem hefur verið
afskrifuð, og á þessu byggðist raunar rekst-
ur stöðvarinnar. Einnig er sjávarhiti við
Skotland sérstaklega ákjósanlegur fyrir
laxeldi, og á það að sjálfsögðu jafnt við um
eldi í sjókvíum og í kerjum á landi. Stöðv-
un landkerjaeldis í stöðinni var ákveðin
eftir að Thor Mowinkel (sá sem mikinn
þátt átti í stofnun fyrirtækisins ISNÓ í
Kelduhverfi) og norskir samstarfsmenn
hans urðu að hálfu eigendur að Landcatch.
Af greinunum í Norsk Fiskeoppdrett má
skilja, að hinir nýju meðeigendur hafi
talið matfiskeldi í landkerjum óarðbært, en
hugðust hins vegar nýta þessa aðstöðu til
framleiðslu á undaneldisfiski og sjógöngu-
seiðum, er síðan yrðu flutt til Noregs. En
nú hafa slíkar fyrirætlanir brostið, sbr.
málsgrein II, 2.b. hér að framan. I sam-
ræmi við mat Thor Mowinkel á óhagstæðu
matfiskeldi í Landcatchstöðinni, kemur
það fram í umræddri frásögn í Norsk
Fiskeoppdrett, að jafnvel í Noregi, þar sem
raforka er miklum mun ódýrari en á Is-
landi eða í Færeyjum, er kostnaður við að
dæla sjó í landker óhóflegur. Þar við bætist
svo, að eldisker á landi eru mikið dýrari en
sjókvíar, miðað við sambærilegt rými fyrir
eldisfisk.
Alyktun framangreindra athugasemda
verður sú, að framleiðsla matfisks í sjó-
VEIÐIMAÐURINN
43