Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 45

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 45
ræða markað fyrir sjógönguseiði í þessu skyni, með því að viðhlítandi og umtals- verðar náttúrlegar og hagfræðilegar for- sendur fyrir slíkt eldi eru ekki fyrir hendi á Islandi, svo sem rakið verður hér á eftir. III. Matfiskeldi Hér er átt við eldi, þar sem lax er alinn í kvíum eða kerjum í markaðsstærð. Mat- fiskeldi er nú að kalla einvörðungu stundað í kvíum í sjó, þar sem aðstæður eru við- hlítandi: sjávarhiti hæfilegur og nægilegt skjól gegn öldugangi. Of staðnað vatn og of hæg vatnsskipti, svo og of grunnt vatn, skapa þó ósjaldan mengunarvandamál, sem geta reynst torleyst. Norðmenn eru frumkvöðlar í þróun kvíaeldis í sjó. Eftir því sem ákjósanlegustu eldisstaðirnir eru teknir í notkun þar í landi, er leitað norður með ströndinni, á staði sem eru óhagstæðari. Er nú svo kom- ið, að farið er að taka til athugunar að dæla sjó í eldisker á landi, á stöðum þar sem kvíaeldi er torvelt, og hefur vaknað tals- verður áhugi fyrir matfiskaeldi í slíkum kerjum. I febrúar 1986 var haldin fjölmenn ráð- stefna í Noregi, þar sem fjallað var um þessi mál. I tímaritinu Norsk Fiskeopp- drett, marshefti 1986, er greint all ítar- lega frá þessari ráðstefnu. Þar komu fram m.a. þessi atriði: 1) Einkum voru kynnt og fjallað um tækniatriði varðandi eldisker á landi, og gætti þar áberandi sölumennsku framleiðslufyrirtækja sem eru að hanna eldisstöðvar af þessum toga; 2) Engar slík- ar eldisstöðvar hafa verið reistar í Noregi, og skortir því að þessu leyti gögn til að meta fjárhagshliðar reksturs af þessu tagi; 3) Þó er fullljóst, að landkerjastöðvar eru miklu dýrari í stofnkostnaði og rekstri en stöðvar sem byggja á sjókvíaeldi; 4) Norsk- ir bankar veita ekki að svo stöddu lán til landkerjastöðva vegna „allt of mikillar áhættu“, samkvæmt frásögn tímaritsins; 5) Landcatch eldisstöðin - stærst þriggja afkastalítilla landkerjastöðva í Skotlandi (sem munu raunar einustu eldisstöðvarnar af þessu tagi við norðanvert Atlantshaf) -hefur nú lagt af matfiskeldi í landkerjum en hafið í þess stað sjókvíaeldi í nágrenn- inu. Landkerin á að nota til framleiðslu sjógönguseiða (sjá Norsk Fiskeoppdrett, maíhefti 1986). Landcatch stöðin framleiðir mjög ódýra orku í eigin vatnsaflsstöð, sem hefur verið afskrifuð, og á þessu byggðist raunar rekst- ur stöðvarinnar. Einnig er sjávarhiti við Skotland sérstaklega ákjósanlegur fyrir laxeldi, og á það að sjálfsögðu jafnt við um eldi í sjókvíum og í kerjum á landi. Stöðv- un landkerjaeldis í stöðinni var ákveðin eftir að Thor Mowinkel (sá sem mikinn þátt átti í stofnun fyrirtækisins ISNÓ í Kelduhverfi) og norskir samstarfsmenn hans urðu að hálfu eigendur að Landcatch. Af greinunum í Norsk Fiskeoppdrett má skilja, að hinir nýju meðeigendur hafi talið matfiskeldi í landkerjum óarðbært, en hugðust hins vegar nýta þessa aðstöðu til framleiðslu á undaneldisfiski og sjógöngu- seiðum, er síðan yrðu flutt til Noregs. En nú hafa slíkar fyrirætlanir brostið, sbr. málsgrein II, 2.b. hér að framan. I sam- ræmi við mat Thor Mowinkel á óhagstæðu matfiskeldi í Landcatchstöðinni, kemur það fram í umræddri frásögn í Norsk Fiskeoppdrett, að jafnvel í Noregi, þar sem raforka er miklum mun ódýrari en á Is- landi eða í Færeyjum, er kostnaður við að dæla sjó í landker óhóflegur. Þar við bætist svo, að eldisker á landi eru mikið dýrari en sjókvíar, miðað við sambærilegt rými fyrir eldisfisk. Alyktun framangreindra athugasemda verður sú, að framleiðsla matfisks í sjó- VEIÐIMAÐURINN 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.