Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 39

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 39
gjörtæmdar að laxi þegar loks skynsam- legri veiðiaðferð var upp tekin, er því að þakka, að þær eru betur af guði gerðar en flestar ár, sem ég þekki og hef spurnir af, og þarf raunar ekki annað en líta á legu þeirra á landabréfi til þess að sannfærast um það.“ Þessu næst er í grein Magnúsar allítar- leg lýsing á ánum hverri um sig, umhverfi þeirra og náttúrugæðum þessa landsvæðis. Þessar ár heita, eins og kunnugir vita: Austurá, Núpsá og Vesturá og þær mynda saman hina svonefndu Miðfjarðará, eins og áður er sagt. Hann lýkur þeirri lýsingu með þessum orðum: „Miðfjarðará og þær ár, sem hana mynda, hafa vissulega skilyrði til þess að verða einar hinar laxauðugustu ár þessa lands. Ég er kunnugur því, og hef veitt því athygli frá því fyrsta að ég fór að fást við klak, að þær hafa hin beztu skilyrði til upp- eldis fyrir lax og sjóbirting, bæði hvað botninn snertir og þá ekki sízt vegna hinna mörgu kaldavermsliskvísla, sem í þær renna. Margar þeirra eru með holbökkum, þar sem eru hinir beztu felustaðir fyrir lax- og silungsseiðin. Þessar kvíslar frjósa aldrei að vetrinum, svo ís verður aldrei til þess að þrengja að seiðum og tortíma þeim.“ Ennfremur kveðst Magnús sannfærður um það, að mönnum sem kynnist þessum ám til hlítar, fari að þykja vænt um þær, því umhverfis þær sé „mikil náttúru- fegurð, kyrrð og sumarunaður, sem án efa sé holl og nauðsynleg andlegri og líkam- legri heilbrigði borgarfólksins, sem fer út á landið í sumarfríum sínum til þess að lauga líkama og sál í heilsulindum náttúr- unnar.“ Þarna hefur hann víst lög að mæla, sem sannast á því, hve margir veiðimenn hafa mikið dálæti á þessari á og fara þangað sumar eftir sumar og halda tryggð við hana, hvað sem veiðilíkum líður hverju sinni. Sá sem þetta skrifar hefur, því mið- ur, aldrei veitt þar og er þar því með öllu ókunnugur, en ég þekki marga, sem undir þessi hrósyrði munu af heilum hug taka. Þegar kom fram á síðari hluta fjórða áratugs þessarar aldar var ástand árinnar orðið svo slæmt, að framsýnum mönnum þótti einsýnt að við svo búið mætti ekki standa, ef áin ætti ekki að verða aldauða áður en langt um liði. Þá var það sem hug- sjónamaðurinn Sigbjörn heitinn Armann kom til sögunnar og fékk, ásamt nokkrum félögum sínum, árnar á leigu til tíu ára og hófu þeir þar sitt merkilega umbótastarf. Þeir stöðvuðu hina aldagömlu rányrkju með öllu, lengdu fískvegi með því að lag- færa erfiða fossa og fyrirstöður og greiddu með þvi laxinum för allt frá sjó og fram til fjalla. Þeir gerðu því hvort tveggja, „leystu ána úr álögum“ rányrkjunnar, eins og Magnús orðar það, og stórbættu göngu- skilyrði laxins um árnar. Einnig bættu þeir mjög vegi meðfram ánum. Ekki var þetta gróðafyrirtæki fyrir þá félaga. Síður en svo. Magnús fullyrðir í grein sinni að það hafí „ekki nándarnærri borið sig fjár- hagslega“. Þetta var þeim algert hugsjóna- mál, og ekki hið eina, sem Sigbjörn hafði forgöngu um á þessu sviði. Eftir þessar umbætur og góða meðferð á ánni fór hún smám saman að rétta við og þegar lengra leið var hún orðin sum árin ein af mestu veiðiám landsins. Arið 1961 veiddust þar t.d. 1931 lax, og sýnist mér af þeim tölum sem ég hef handbærar um veiðina það ár, að hún hafi þá verið hæsta áin á landinu. Vitaskuld hefur veiði þar eins og annars staðar verið misjöfn frá ári til árs, eða með nokkurra ára millibili, af náttúrlegum ástæðum, sem allir þekkja. Mest veiði í ánni var árið 1977. Þá gaf hún VEIÐIMAÐURINN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.