Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 26

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 26
H. Ólafsson, gerði grein fyrir happdrætti L.S., sem hleypt hefur verið af stokk- unum. Þá greindu fulltrúar frá starfsemi aðildarfélaganna. Framsöguerindi Aðalumræðuefni fundarins var „hugsanleg áhrif eldisfíska á náttúrulega stofna“. Frummælendur voru Arni Isaks- son veiðimálastjóri og Logi Jónsson lífeðlisfræðingur. Framsöguerindi Arna birtist hér í blaðinu. Urðu um þau miklar umræður, unz gert var hlé á fundinum til næsta dags. Um kvöldið var hóf á Hótel Esju. Tillögur að nýjum lögum Fyrir fundinum lágu tillögur stjórnar að nýjum lögum L.S. Urðu um þær allmiklar umræður, sem einkum snerust um nafn sambandsins, nánar tiltekið hvernig það skyldi stafsett, og sýndist sitt hverjum. Er samþykkt hafði verið breytingartillaga þar að lútandi og önnur breytingartillaga til viðbótar, voru tillögur stjórnar með áorðnum breytingum bornar undir at- kvæði. Vantaði nokkuð á, að þrír af hverjum fjórum fundarmönnum greiddu þeim atkvæði, og náðu þær því ekki fram að ganga. Ályktunartillaga Eftirfarandi ályktunartillaga var borin fram af Sigmari Ingasyni og Jóni G. Baldvinssyni, og samþykkti fundurinn hana: Aðalfundur L.S. 1986 beinir þeirri eindregnu áskorun til viðkomandi yfír- valda, að gætt sé fyllstu varúðar vegna smithættu og mengunarhættu frá laxeldis- stöðvum. Við krefjumst ajgers banns við innflutningi á laxahrognum erlendis frá. Við vörum eindregið við hættunni á erfða- mengun á villtum laxastofnum. Við teljum, að hér sé svo mikil hætta á ferð, að nú þegar verði að taka á þessum málum af röggsemi. Það getur haft alvarlegar afleið- ingar að láta reka á reiðanum í þessu máli. Stjórnar- og nefndakjör Fráfarandi formaður, Gylfi Pálsson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs, enda mun hann dveljast erlendis til vors. Stungið var upp á Rafni Hafnfjörð sem formanni, og var hann samþykktur með lófataki. Rósar Eggertsson og Sigurður Pálsson voru endurkjörnir í stjórnina til tveggja ára og Garðar Þórhallsson var kosinn til eins árs, en Hjörleifur Gunnarsson situr áfram án kosningar. Matthías Einarsson og Sigurður Sveinsson voru endurkjörnir sem varamenn í stjórn, en auk þess hlaut Sigurður Bjarnason kosningu. Endurskoðendur voru endurkjörnir Barði Friðriksson og Einar Stefánsson, en Árni Guðjónsson til vara. Aðalfulltrúar L.S. í N.S.U. til þriggja ára voru kosnir Gylfí Pálsson og Sigurður Pálsson, en varamaður Ólafur G. Karlsson. Fulltrúi L.S. í Veiðimálanefnd, Karl Ómar Jónsson, situr áfram án kosningar, og Benedikt Jónmundsson sem varamaður. Fulltrúar L.S. í Landvernd sitja einnig áfram, þeir Bjarni Kristjánsson og Sigurð- ur Pálsson, en Jóhannes Kristjánsson til vara. Lokaorð nýkjörins formanns Að lokum tók nýkjörinn formaður, Rafn Hafnfjörð, til máls og sagði: Það er nú komið að lokum þessa aðal- fundar. Eg vil þakka fyrir það traust sem mér er sýnt með því að kjósa mig sem formann og ég vona að ég sé þess trausts verður. 24 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.