Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 18

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Blaðsíða 18
unnar. Hins vegar er jafnljóst, að aðflutt laxaseiði geta auðveldlega tileinkað sér við- komandi lykt og ratað eftir henni sem náttúruleg seiði væru. Miðað við þessar upplýsingar, hef ég ekki trú á því að ratvísi fisks sé mikil hætta búin, þó hafbeitarstofnar blönduðust eitt- hvað í árnar. Önnur atriði eru þar mikil- vægari, svo sem hæfni viðkomandi stofns til að hrygna í ánni og þrífast að öðru leyti. Einnig má benda á, að ýmsar lax- veiðiár hér á landi hafa beinlínis komið til sögunnar vegna sleppinga seiða í þær af framandi stofnum, svo sem Laugardalsá við Djúp, Fnjóská og Skjálfandafljót, svo nokkur dæmi séu tekin. Aðlögunarhæfni laxfiska Þegar þessi mál eru rædd, er rétt að hafa í huga þá aðlögunarhæfileika sem laxfískar almennt virðast hafa. Má þar nefna þau mörgu afbrigði af bleikju sem fyrirfinnast hér á landi og mótuð eru af afkomumögu- leikum flsksins á hverjum stað. Þannig eru bæði murta og bleikja í Þingvallavatni, sem teljast til sömu tegundar. Allt bendir til þess að bleikja geti breyst í murtu við breytt skilyrði og öfugt. Þannig má telja ólíklegt að hafbeitarstofn af laxi hafi misst eiginleikann til að þrífast í náttúrunni, þó hann hafi verið alinn sem seiði í eldisstöð í nokkrar kynslóðir. Við skulum hafa í huga að hafbeitarstofn lifir í villtri náttúru í hafínu í 1-2 ár og þar veljast úr sterkustu einstaklingarnir. Laxinn sem húsdýr Svo virðist sem öllu meiri hætta gæti stafað af laxi, sem alinn væri í seiðaeldis- stöð og síðan kynbættur sem húsdýr í sjó- kvíum. I því tilviki missir laxinn algjör- lega sitt villta eðli og sjálfsbjargarviðleitni. Þar við bætist, að á síðustu árum hefur ver- ið flutt inn nokkuð af kynbættum eldislaxi frá Noregi. Rétt er að benda á hættuna á því að flytja inn fisksjúkdóma með slíkum laxahrognum. Vitað er að ýmsar veirur þola sótthreinsanir, og ekki er hægt að verjast þeim ef klakfiskurinn hefur á annað borð verið sýktur. Rök fyrir innflutningi þurfa því að vera mjög sterk og sá fiskur sem úr hrognunum kemur þarf að vera undir stöðugu eftirliti fisksjúkdómafræð- ings og í algerri sóttkví marga mánuði eftir Berklev Trilene }ð I. Guðmundsson & CO hf. Símar: 24020/11999 iún lætur ekki undan rne er níösterk þungavigtarlína frá Berkley. í næstu sportvöruverslun 16 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.